„Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 10:33 Karl Friðleifur Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar korter var til leiksloka, og Víkingar 2-0 yfir gegn HK. Þeir lönduðu þó sigri og juku forskot sitt á toppi Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Rauða spjaldið á Karl Friðleif, leikaraskapur Eyþórs Arons og olnbogaskot Nikolaj Hansen voru til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir mikil læti í Kórnum, í 2-1 sigri Víkinga gegn HK í Bestu deildinni í fótbolta. Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira