Framsal ekki mögulegt í tilfelli Svedda tannar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2023 10:37 Sverrir Þór á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi í Brasilíu. Vísir Sverrir Þór Gunnarsson hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum brasilísku alríkislögreglunnar í tengslum við umfangsmikla sakamálarannsókn þar í landi. Sem stendur er hann vistaður í fangelsi í Rio de Janeiro. Ekki kemur til greina að framselja Svedda til Íslands. Þetta kemur fram í svari brasilísku alríkislögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt opinberum gögnum verður Sverrir Þór, betur þekktur sem Sveddi tönn, leiddur fyrir dómara þann 14. júní næstkomandi. Tæpar sex vikur eru nú liðnar frá því Sverrir Þór var handtekinn á heimili sínu í Rio de Janeiro í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Hann er talinn annar tveggja höfuðpaura glæpasamtaka. Hinn, ítalskur karlmaður, var handtekinn í samtíma aðgerðum í brasilísku borginni Bahia. Í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar kom fram að aðgerðirnar hafi snúið að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Sverrir Þór er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Alls voru 33 handteknir í sex fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða ellefu talsins. Þá var framkvæmd húsleit og haldlagning á 49 stöðum í níu fylkjum, þar af þrettán í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Framsal ekki möguleiki Að sögn Thiago Giavarotti, yfirlögregluþjóns Policia Federal, voru margir farsímar haldlagðir við rannsóknina. „Rannsókninni mun væntanlega ljúka um miðjan júlí á þessu ári, en það á enn eftir að yfirfara símagögn.“ Hann segir Sverri Þór hafa kosið að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til þess að þegja við yfirheyrslur. Hann er eini Íslendingurinn sem er til rannsóknar vegna málsins. Líkt og áður hefur komið fram var annar Íslendingur til rannsóknar en hann lést úr krabbameini fyrr á árinu. Þá segir Giavarotti að ekki sé möguleiki á að Sverrir Þór verði framseldur til Íslands. Ástæðan sé sú að hann hafi eignast barn í Brasilíu. „Í slíkum tilfellum leyfa okkar lög ekki slíkt framsal.“ Þá kemur fram að verði Sverri Þór ákærður þá verði það að öllum líkindum fyrir fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Að sögn Giavarotti liggja ekki fleiri upplýsingar fyrir um rannsóknina, eða þátt Sverris í málinu, að svo stöddu. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brasilíu ekki talinn höfuðpaur Íslenskur maður sem til stóð að handtaka í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar lést úr krabbameini fyrr á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Því er ljóst að að minnsta kosti tveir Íslendingar tengjast málinu. 14. apríl 2023 12:16 Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Þetta kemur fram í svari brasilísku alríkislögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt opinberum gögnum verður Sverrir Þór, betur þekktur sem Sveddi tönn, leiddur fyrir dómara þann 14. júní næstkomandi. Tæpar sex vikur eru nú liðnar frá því Sverrir Þór var handtekinn á heimili sínu í Rio de Janeiro í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Hann er talinn annar tveggja höfuðpaura glæpasamtaka. Hinn, ítalskur karlmaður, var handtekinn í samtíma aðgerðum í brasilísku borginni Bahia. Í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar kom fram að aðgerðirnar hafi snúið að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Sverrir Þór er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Alls voru 33 handteknir í sex fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða ellefu talsins. Þá var framkvæmd húsleit og haldlagning á 49 stöðum í níu fylkjum, þar af þrettán í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Framsal ekki möguleiki Að sögn Thiago Giavarotti, yfirlögregluþjóns Policia Federal, voru margir farsímar haldlagðir við rannsóknina. „Rannsókninni mun væntanlega ljúka um miðjan júlí á þessu ári, en það á enn eftir að yfirfara símagögn.“ Hann segir Sverri Þór hafa kosið að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til þess að þegja við yfirheyrslur. Hann er eini Íslendingurinn sem er til rannsóknar vegna málsins. Líkt og áður hefur komið fram var annar Íslendingur til rannsóknar en hann lést úr krabbameini fyrr á árinu. Þá segir Giavarotti að ekki sé möguleiki á að Sverrir Þór verði framseldur til Íslands. Ástæðan sé sú að hann hafi eignast barn í Brasilíu. „Í slíkum tilfellum leyfa okkar lög ekki slíkt framsal.“ Þá kemur fram að verði Sverri Þór ákærður þá verði það að öllum líkindum fyrir fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Að sögn Giavarotti liggja ekki fleiri upplýsingar fyrir um rannsóknina, eða þátt Sverris í málinu, að svo stöddu.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brasilíu ekki talinn höfuðpaur Íslenskur maður sem til stóð að handtaka í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar lést úr krabbameini fyrr á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Því er ljóst að að minnsta kosti tveir Íslendingar tengjast málinu. 14. apríl 2023 12:16 Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Maðurinn sem lést í Brasilíu ekki talinn höfuðpaur Íslenskur maður sem til stóð að handtaka í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar lést úr krabbameini fyrr á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Því er ljóst að að minnsta kosti tveir Íslendingar tengjast málinu. 14. apríl 2023 12:16
Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49
Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12