HIV og réttindabarátta hinsegin fólks Sævar Þór Jónsson skrifar 21. maí 2023 18:01 Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð miklum árangri þó einhver bakslög hafa komið. Við getum litið til baka og minnst þess hversu langt við höfum náð. Sumir hafa meira að segja verið heiðraðir fyrir framlag sitt til þeirrar baráttu, þótt deila megi um hversu vel einstaka aðilar hafi verið að þeirri viðurkenningu komnir. Það er brýnt að minnast þeirra sem ruddu brautina fyrir hinsegin fólk á Íslandi - þeirra sem sjaldan og jafnvel aldrei er minnst á. Það eru þeir sem féllu fyrir Alnæmi á upphafsárum þess skelfilega sjúkdóms í byrjun níunda áratugarins. Samhengi hlutanna kemur betur í ljós þegar litið er til baka og réttindabarátta hinsegin fólks var skammt á veg kominn í upphaf níunda áratugarins þegar þessi illvígi sjúkdómur fór að herja á samkynhneigða karlmenn hér landi. Sjúkdómurinn ýtti undir fordóma í garð samkynhneigðra, sem áttu þá þegar undir högg að sækja í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Áhrifin voru skelfileg og gjá myndaðist í samfélaginu á milli þess annars vegar að sinna þessum fárveiku einstaklingum og hins vegar að vilja ekkert með þá hafa. Stjórnvöld bæði hér heima og erlendis voru treg til að viðurkenna að um einhvers konar faraldur væri að ræða og því var ekki grípið til forvarna eða forvirkra aðgerða í upphafi. Það dylst engum sem skoða söguna að á þessum tíma grasseraði hér á landi kerfislæg andstaða við samkynhneigð sem hafði áhrif á hvernig tekið var á þessum málum. Þeir sem veiktust og aðstandendur þeirra þurftu oftar en ekki að fela veikindi sín vegna fordóma innan samfélagsins og jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hinir veiku fengu oft gloppótta þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu sem við teljum í dag sjálfsagða, og henni fylgdi oft smánun og jafnvel fyrirlitning. Það er furðulegt í því samfélagi sem við lifum í dag, með reynsluna eftir Covid-19 faraldurinn, að hugsa til þrautagöngu þeirra sem smituðust af HIV á sínum tíma og aðstandenda þeirra. Hefði samfélagið og kerfið tekið á málum með skynsemi og röggsemi, líkt og við gerðum í Covid-19 faraldrinum, þá hefði sagan og afleiðingarnar orðið aðrar en raun ber vitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar horft er til baka á liðna atburði með gleraugum nútímans en þrátt fyrir það þá stendur upp úr sú staðreynd að fordómar og fáfræði höfðu alltof mikil áhrif. Það var ekki fyrr en að aðstandendur sjálfir, samfélag samkynhneigðra og einstaka heilbrigðisstarfsmenn fóru að taka málin í sínar eigin hendur að stjórnvöld tóku loks á sig rögg. Það rann upp fyrir yfirvöldum að til þess að geta tekið á faraldrinum þá þurfti að viðurkenna tilverurétt og réttindi þessa samfélagshóps. Því miður var það nokkrum árum of seint og skaðinn orðinn mikill þegar horft er á þau mannslíf sem glötuðust, fyrir utan þau fjölmörgu mannréttindabrot sem þessi hópur þurfti að þola. Þegar sögur þessara manna og fjölskyldna þeirra eru skoðaðar er deginum ljósara hversu þungt fórnir þeirra vega á framþróun réttinda samkynhneigðra. Það var áralöng barátta þessa fólks við heilbrigðiskerfið og samfélagið sem að lokum skilaði því að stjórnvöld fóru að sjá hlutina í réttu ljósi. Og um leið og sjúkdómurinn fór að vera meðhöndlaður af skynsemi þá rann upp fyrir fólki hve augljós réttindabarátta samkynhneigðra væri. Þessi saga líkt og aðrar sögur fær sinn dóm hjá seinni tíma kynslóðum. Það er löngu orðið tímabært að hún fái sitt réttmæta uppgjör, líkt og gert hefur verið á öðrum sviðum þar sem stjórnvöld hafa brugðist þeim sem þurftu á aðstoð og stuðningi að halda. Þessa sögu verður að skoða í réttum ljósi og við sem samfélag og hið opinbera að viðurkenna mistökin sem voru gerð en um leið sýna þeim sem fórnuðu öllu, þar á meðal lífi sínu, þá mannlegu virðingu sem samtíminn neitaði þeim um en þeir áttu svo sannarlega skilið. Ríkisstjórnin ætti að biðja þetta fólk afsökunar á þeirri vanvirðandi meðferð sem það fékk af hendi heilbrigðiskerfisins. Samfélagið, sér í lagi hinsegin samfélagið, á að minnast þessara einstaklinga og sýna þeim og þjáningum þeirra virðingu. Það er mín ósk að þeim yrði veittur verðskuldaður heiðurs, jafnvel reistur minnisvarði eða önnur opinber viðurkenning. Án þeirra er ekki sjálfgefið að við stæðum í þeim sporum sem við gerum í dag. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hinsegin Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð miklum árangri þó einhver bakslög hafa komið. Við getum litið til baka og minnst þess hversu langt við höfum náð. Sumir hafa meira að segja verið heiðraðir fyrir framlag sitt til þeirrar baráttu, þótt deila megi um hversu vel einstaka aðilar hafi verið að þeirri viðurkenningu komnir. Það er brýnt að minnast þeirra sem ruddu brautina fyrir hinsegin fólk á Íslandi - þeirra sem sjaldan og jafnvel aldrei er minnst á. Það eru þeir sem féllu fyrir Alnæmi á upphafsárum þess skelfilega sjúkdóms í byrjun níunda áratugarins. Samhengi hlutanna kemur betur í ljós þegar litið er til baka og réttindabarátta hinsegin fólks var skammt á veg kominn í upphaf níunda áratugarins þegar þessi illvígi sjúkdómur fór að herja á samkynhneigða karlmenn hér landi. Sjúkdómurinn ýtti undir fordóma í garð samkynhneigðra, sem áttu þá þegar undir högg að sækja í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Áhrifin voru skelfileg og gjá myndaðist í samfélaginu á milli þess annars vegar að sinna þessum fárveiku einstaklingum og hins vegar að vilja ekkert með þá hafa. Stjórnvöld bæði hér heima og erlendis voru treg til að viðurkenna að um einhvers konar faraldur væri að ræða og því var ekki grípið til forvarna eða forvirkra aðgerða í upphafi. Það dylst engum sem skoða söguna að á þessum tíma grasseraði hér á landi kerfislæg andstaða við samkynhneigð sem hafði áhrif á hvernig tekið var á þessum málum. Þeir sem veiktust og aðstandendur þeirra þurftu oftar en ekki að fela veikindi sín vegna fordóma innan samfélagsins og jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hinir veiku fengu oft gloppótta þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu sem við teljum í dag sjálfsagða, og henni fylgdi oft smánun og jafnvel fyrirlitning. Það er furðulegt í því samfélagi sem við lifum í dag, með reynsluna eftir Covid-19 faraldurinn, að hugsa til þrautagöngu þeirra sem smituðust af HIV á sínum tíma og aðstandenda þeirra. Hefði samfélagið og kerfið tekið á málum með skynsemi og röggsemi, líkt og við gerðum í Covid-19 faraldrinum, þá hefði sagan og afleiðingarnar orðið aðrar en raun ber vitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar horft er til baka á liðna atburði með gleraugum nútímans en þrátt fyrir það þá stendur upp úr sú staðreynd að fordómar og fáfræði höfðu alltof mikil áhrif. Það var ekki fyrr en að aðstandendur sjálfir, samfélag samkynhneigðra og einstaka heilbrigðisstarfsmenn fóru að taka málin í sínar eigin hendur að stjórnvöld tóku loks á sig rögg. Það rann upp fyrir yfirvöldum að til þess að geta tekið á faraldrinum þá þurfti að viðurkenna tilverurétt og réttindi þessa samfélagshóps. Því miður var það nokkrum árum of seint og skaðinn orðinn mikill þegar horft er á þau mannslíf sem glötuðust, fyrir utan þau fjölmörgu mannréttindabrot sem þessi hópur þurfti að þola. Þegar sögur þessara manna og fjölskyldna þeirra eru skoðaðar er deginum ljósara hversu þungt fórnir þeirra vega á framþróun réttinda samkynhneigðra. Það var áralöng barátta þessa fólks við heilbrigðiskerfið og samfélagið sem að lokum skilaði því að stjórnvöld fóru að sjá hlutina í réttu ljósi. Og um leið og sjúkdómurinn fór að vera meðhöndlaður af skynsemi þá rann upp fyrir fólki hve augljós réttindabarátta samkynhneigðra væri. Þessi saga líkt og aðrar sögur fær sinn dóm hjá seinni tíma kynslóðum. Það er löngu orðið tímabært að hún fái sitt réttmæta uppgjör, líkt og gert hefur verið á öðrum sviðum þar sem stjórnvöld hafa brugðist þeim sem þurftu á aðstoð og stuðningi að halda. Þessa sögu verður að skoða í réttum ljósi og við sem samfélag og hið opinbera að viðurkenna mistökin sem voru gerð en um leið sýna þeim sem fórnuðu öllu, þar á meðal lífi sínu, þá mannlegu virðingu sem samtíminn neitaði þeim um en þeir áttu svo sannarlega skilið. Ríkisstjórnin ætti að biðja þetta fólk afsökunar á þeirri vanvirðandi meðferð sem það fékk af hendi heilbrigðiskerfisins. Samfélagið, sér í lagi hinsegin samfélagið, á að minnast þessara einstaklinga og sýna þeim og þjáningum þeirra virðingu. Það er mín ósk að þeim yrði veittur verðskuldaður heiðurs, jafnvel reistur minnisvarði eða önnur opinber viðurkenning. Án þeirra er ekki sjálfgefið að við stæðum í þeim sporum sem við gerum í dag. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar