Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2023 12:14 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. Vísir/Arnar Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira