Hugbúnaðarfélagið Men & Mice selt til alþjóðlegs keppinautar

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice, sem er að stærstum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið selt til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks. Ekki fást upplýsingar um kaupverðið en félagið var verðmetið á um 3,5 milljarða króna um síðustu áramót og hefur virði þess margfaldast frá því að sjóður í rekstri Stefnis keypti ráðandi hlut í Men & Mice fyrir um fjórum árum.