Hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 00:05 Fiskar glíma við þurrka af völdum El Niño í Kaliforníu árið 2007. Getty/David McNew Vísindamenn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar spá því að hlýnun jarðar muni fara fram úr 1,5 gráðum á næstu fimm árum. Líkurnar á slíkri hlýnun eru í fyrsta skipti meiri en minni samkvæmt spám. Frá árinu 2020 hefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gert mat fimm ár fram í tímann á líkunum á því að hlýnun jarðar nái 1,5 gráðum á einu stöku ári. Fyrsta árið mátu vísindamenn stofnunarinnar tuttugu prósent líkur á því að hlýnun jarðar færi upp í 1,5 gráður á næstu fimm árum og á síðasta ári mátu þeir helmingslíkur á því. Núna í ár segja þeir líkurnar á því að hlýnun jarðar nái 1,5 gráðum vera 66 prósent. Það er því í fyrsta skiptið sem vísindamenn meta líkurnar meiri en minni. Mönnum og veðurbarni að kenna Orsakavaldarnir að þessari hækkun munu vera tveir. Annar vegar er það vegna hegðunar og útlosunar manna. Hins vegar vegna líklegrar myndunar El Niño seinna á árinu. El Niño er veður- og vatnsfræðilegt fyrirbæri sem á sér stað í austurhluta Kyrrahafsins á fjögurra til sex ára fresti og felst í því að yfirborðssjávarhiti verður hálfri gráðu heitari en venjulega. Ástæðan fyrir því að það er lögð áhersla á 1,5 gráðu hlýnun er að í Parísarsamkomulaginu sem var undirritað 2015 af 177 þjóðum þá skuldbundu þátttakendur sig til að stöðva aukningu á útblæstri og halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðum. Þrátt fyrir að vísindamenn WMO spái þessari hækkun segja þeir hana að öllum líkindum aðeins vera tímabundna við eitt ár. Verði slík 1,5 gráðu hlýnun hins vegar ekki tímabundin heldur árleg í mörg ár segja vísindamenn að það muni hafa mikil áhrif sem birtist einna helst í lengri hitabylgjum, ákafari stormum og stærri gróðureldum. Loftslagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gert mat fimm ár fram í tímann á líkunum á því að hlýnun jarðar nái 1,5 gráðum á einu stöku ári. Fyrsta árið mátu vísindamenn stofnunarinnar tuttugu prósent líkur á því að hlýnun jarðar færi upp í 1,5 gráður á næstu fimm árum og á síðasta ári mátu þeir helmingslíkur á því. Núna í ár segja þeir líkurnar á því að hlýnun jarðar nái 1,5 gráðum vera 66 prósent. Það er því í fyrsta skiptið sem vísindamenn meta líkurnar meiri en minni. Mönnum og veðurbarni að kenna Orsakavaldarnir að þessari hækkun munu vera tveir. Annar vegar er það vegna hegðunar og útlosunar manna. Hins vegar vegna líklegrar myndunar El Niño seinna á árinu. El Niño er veður- og vatnsfræðilegt fyrirbæri sem á sér stað í austurhluta Kyrrahafsins á fjögurra til sex ára fresti og felst í því að yfirborðssjávarhiti verður hálfri gráðu heitari en venjulega. Ástæðan fyrir því að það er lögð áhersla á 1,5 gráðu hlýnun er að í Parísarsamkomulaginu sem var undirritað 2015 af 177 þjóðum þá skuldbundu þátttakendur sig til að stöðva aukningu á útblæstri og halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðum. Þrátt fyrir að vísindamenn WMO spái þessari hækkun segja þeir hana að öllum líkindum aðeins vera tímabundna við eitt ár. Verði slík 1,5 gráðu hlýnun hins vegar ekki tímabundin heldur árleg í mörg ár segja vísindamenn að það muni hafa mikil áhrif sem birtist einna helst í lengri hitabylgjum, ákafari stormum og stærri gróðureldum.
Loftslagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira