Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2023 07:00 Jón Gunnarsson kemst hvorki lönd né strönd með tvö frumvörp sem ganga út á að hreinsa til í lögum sem snúa að áfengi, fornaldarlegum. Annað frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni og hitt í þingflokki Vinstri grænna. Jón segir flokka Sigurðar Inga Jóhannssonar og Katrínar Jakobsdóttur, samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni, ekki hafa hinn minnsta áhuga á að hreyfa við þessum málum. vísir/vilhelm/samsett Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að Jón legði fram tvö frumvörp sem snúa að áfengi á þessu löggjafarþingi. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að í fyrsta lagi sé um að ræða vefverslunarfrumvarp sem miðar að því að vefverslun á áfengi verði gerð heimil. Og í öðru lagi er um að ræða frumvarp sem heimilar heimabruggun áfengis. Hvorugt frumvarpið hefur skilað sér inn til þingsins og situr fast í ríkisstjórn og þingflokkum. Vísir náði tali af ráðherra til að spyrja hann um hvað dvelji Orminn langa, en samkvæmt heimildum virðist sem tekið hafi sig upp gömul og góð forræðishyggja og jafnvel afdalamennska meðal Vinstri grænna sem standi málinu fyrir þrifum? „Já, það má orða það þannig,“ segir Jón og kímir. Hann útskýrir að frumvarp varðandi netverslun á áfengi hafi verið hugsað til að ná utan um og mæta nútíma verslunarháttum í þessum efnum sem tíðakast hefur um langt skeið. Virðist ekki nokkur leið að hreinsa til í lögum „Nú er þetta eins og villta vestrið. Ég lagði það frumvarp inn í ríkisstjórn í desember og þar hefur það setið fast vegna andstöðu samstarfsflokka okkar. Og mun ekki nást inn á þingið núna.“ Að sögn Jóns hafa báðir þeir þingflokkar lýst yfir andstöðu við það mál án þess þó að komið hafi fram tillögur um aðrar útfærslur. Og andstaðan er reyndar ekki einungis bundin við stjórnarflokkana. „Hvað þá að það eigi þá að banna þessa vefverslun. Málið er því enn í þessu limbói sem verið hefur.“ Jón segir að um sé að ræða grátt svæði en engar rannsóknir eru fyrirliggjandi hjá lögreglu, samkvæmt hans upplýsingum, sem tengjast þessum verslunarháttum hjá lögreglu. Staðan er sem sagt óbreytt þó fyrir liggi að þessi verslun sé orðin staðreynd. „Þá hefði mér fundist full ástæða til að setja því einhverjar leikreglur en það er ekki vilji til þess hjá ríkistjórninni að fara þá leið eins og við sjáum fyrir okkur en samt ekki vilji til að banna þetta.“ Afar óheppileg pattstaða Jón segir þetta klemmu því ekki liggi fyrir neinar tillögur frá öðrum flokkum að banna beri þessa starfsemi enda væri það erfitt viðureignar varðandi starfsemi sem viðgengist hefur nú í nokkur ár og enn lengur ef því er að skipta því almenningur hefur getað pantað sér áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. „En þetta er sem sagt pattstaða og engin lausn í sjónmáli. Sem er vont fyrir alla aðila, bæði markaðinn og fyrirtækin sem í þessum viðskiptum standa.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkarétt á því að höndla með áfengi. Jón Gunnarsson segir að hér hafi tíðkast um árabil að höndla með áfengi með vefverslun og engin mál því tengt séu til rannsóknar hjá lögreglu. Löngu sé tímabært að taka til í lögum er þetta varðar.vísir/vilhelm Hitt snýr að því að kveða á um það í lögum að heimabruggun sé leyfileg. „Það kom mörgum á óvart, og svei mér þá mér líka. að það væri bannað samkvæmt lögum að brugga sér vín til heimabruggs úr berjarunnanum sínum, á léttu víni.“ Jón vill hreinsa til í þessu enda hafi það verið stundað um langt skeið að menn bruggi heima fyrir. Og til er búnaður í verslunum til þess og hefur lengi verið. „Okkur þótti ástæða til að afnema þetta bann við heimabruggi úr lögum og heimila það með takmörkunum. Það mál fór í gegnum ríkisstjórn og situr fast í þingflokki Vinstri grænna og hefur ekki náð inn á þingið.“ Forræðishyggjan gjósi upp þegar áfengið er annars vegar Jón segir að um með lögum um brugghús hafi hann haft væntingar um að hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessum efnum en allt kemur fyrir ekki. Og það sé vissulega svo að ólög ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eigi rétt á sér. „Það er bara svoleiðis. Að mínu mati er nauðsynlegt að vinna að einhverri sátt, að frekari vinnslu í þessum málum og við munum reyna að undirbúa þetta mál fyrir næsta vetur.“ Jón segir um að ræða mál þar sem jafnvel mismunandi sjónarmið inni í þingflokkunum, þetta gangi þvert á flokkspólitískar línur og því nauðsynlegt að láta reyna á vilja þingsins. hann furðar sig jafnframt á því hversu staðir stjórnmálamenn annarra flokka vilja reynast í þessum efnum. Eins og þeir sjái rautt. „Þetta hefur þvælst fyrir okkur lengi. Ég hef nú setið á þingi í 16 ár og ég held að þetta áfengismál hafi komið frá okkur Sjálfstæðismönnum sem þingmannamál nánast á hverju einasta þingi. En árangurinn er rýr og birtist okkur svona núna.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að Jón legði fram tvö frumvörp sem snúa að áfengi á þessu löggjafarþingi. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að í fyrsta lagi sé um að ræða vefverslunarfrumvarp sem miðar að því að vefverslun á áfengi verði gerð heimil. Og í öðru lagi er um að ræða frumvarp sem heimilar heimabruggun áfengis. Hvorugt frumvarpið hefur skilað sér inn til þingsins og situr fast í ríkisstjórn og þingflokkum. Vísir náði tali af ráðherra til að spyrja hann um hvað dvelji Orminn langa, en samkvæmt heimildum virðist sem tekið hafi sig upp gömul og góð forræðishyggja og jafnvel afdalamennska meðal Vinstri grænna sem standi málinu fyrir þrifum? „Já, það má orða það þannig,“ segir Jón og kímir. Hann útskýrir að frumvarp varðandi netverslun á áfengi hafi verið hugsað til að ná utan um og mæta nútíma verslunarháttum í þessum efnum sem tíðakast hefur um langt skeið. Virðist ekki nokkur leið að hreinsa til í lögum „Nú er þetta eins og villta vestrið. Ég lagði það frumvarp inn í ríkisstjórn í desember og þar hefur það setið fast vegna andstöðu samstarfsflokka okkar. Og mun ekki nást inn á þingið núna.“ Að sögn Jóns hafa báðir þeir þingflokkar lýst yfir andstöðu við það mál án þess þó að komið hafi fram tillögur um aðrar útfærslur. Og andstaðan er reyndar ekki einungis bundin við stjórnarflokkana. „Hvað þá að það eigi þá að banna þessa vefverslun. Málið er því enn í þessu limbói sem verið hefur.“ Jón segir að um sé að ræða grátt svæði en engar rannsóknir eru fyrirliggjandi hjá lögreglu, samkvæmt hans upplýsingum, sem tengjast þessum verslunarháttum hjá lögreglu. Staðan er sem sagt óbreytt þó fyrir liggi að þessi verslun sé orðin staðreynd. „Þá hefði mér fundist full ástæða til að setja því einhverjar leikreglur en það er ekki vilji til þess hjá ríkistjórninni að fara þá leið eins og við sjáum fyrir okkur en samt ekki vilji til að banna þetta.“ Afar óheppileg pattstaða Jón segir þetta klemmu því ekki liggi fyrir neinar tillögur frá öðrum flokkum að banna beri þessa starfsemi enda væri það erfitt viðureignar varðandi starfsemi sem viðgengist hefur nú í nokkur ár og enn lengur ef því er að skipta því almenningur hefur getað pantað sér áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. „En þetta er sem sagt pattstaða og engin lausn í sjónmáli. Sem er vont fyrir alla aðila, bæði markaðinn og fyrirtækin sem í þessum viðskiptum standa.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkarétt á því að höndla með áfengi. Jón Gunnarsson segir að hér hafi tíðkast um árabil að höndla með áfengi með vefverslun og engin mál því tengt séu til rannsóknar hjá lögreglu. Löngu sé tímabært að taka til í lögum er þetta varðar.vísir/vilhelm Hitt snýr að því að kveða á um það í lögum að heimabruggun sé leyfileg. „Það kom mörgum á óvart, og svei mér þá mér líka. að það væri bannað samkvæmt lögum að brugga sér vín til heimabruggs úr berjarunnanum sínum, á léttu víni.“ Jón vill hreinsa til í þessu enda hafi það verið stundað um langt skeið að menn bruggi heima fyrir. Og til er búnaður í verslunum til þess og hefur lengi verið. „Okkur þótti ástæða til að afnema þetta bann við heimabruggi úr lögum og heimila það með takmörkunum. Það mál fór í gegnum ríkisstjórn og situr fast í þingflokki Vinstri grænna og hefur ekki náð inn á þingið.“ Forræðishyggjan gjósi upp þegar áfengið er annars vegar Jón segir að um með lögum um brugghús hafi hann haft væntingar um að hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessum efnum en allt kemur fyrir ekki. Og það sé vissulega svo að ólög ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eigi rétt á sér. „Það er bara svoleiðis. Að mínu mati er nauðsynlegt að vinna að einhverri sátt, að frekari vinnslu í þessum málum og við munum reyna að undirbúa þetta mál fyrir næsta vetur.“ Jón segir um að ræða mál þar sem jafnvel mismunandi sjónarmið inni í þingflokkunum, þetta gangi þvert á flokkspólitískar línur og því nauðsynlegt að láta reyna á vilja þingsins. hann furðar sig jafnframt á því hversu staðir stjórnmálamenn annarra flokka vilja reynast í þessum efnum. Eins og þeir sjái rautt. „Þetta hefur þvælst fyrir okkur lengi. Ég hef nú setið á þingi í 16 ár og ég held að þetta áfengismál hafi komið frá okkur Sjálfstæðismönnum sem þingmannamál nánast á hverju einasta þingi. En árangurinn er rýr og birtist okkur svona núna.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira