Sjáðu hvað þeir þéna: Guðlaugur Victor langlaunahæsti Íslendingurinn í MLS Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United en þar spilar hann undir stjórn Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney Vísir/Getty Guðlaugur Victor Pálsson er langlaunahæsti Íslendingurinn í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu. Þetta má lesa út úr gögnum sem leikmannasamtökin þar í landi hafa gefið út. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira