Sjáðu hvað þeir þéna: Guðlaugur Victor langlaunahæsti Íslendingurinn í MLS Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United en þar spilar hann undir stjórn Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney Vísir/Getty Guðlaugur Victor Pálsson er langlaunahæsti Íslendingurinn í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu. Þetta má lesa út úr gögnum sem leikmannasamtökin þar í landi hafa gefið út. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira