Steinunn á von á öðru barni Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 10:34 Steinunn Björnsdóttir hefur verið algjör lykilmaður í sigursælu liði Framara um árabil. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði fráfarandi Íslandsmeistara Fram í handbolta, á von á sínu öðru barni en hún tilkynnti um þetta á Instagram í dag. Steinunn verður því ekki með Fram fyrri hluta næstu leiktíðar en ekki er útilokað að hún verði með seinni hlutann. View this post on Instagram A post shared by Steinunn Bjornsdottir (@steinunnbjorns) Steinunn skrifaði fyrr í þessum mánuði undir nýjan samning við Fram sem gildir til sumarsins 2025. „Fram er mitt félag og við stöndum á spennandi tímamótum núna. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum og við erum að opna liðið fyrir ungum og efnilegum leikmönnum. Það verður mjög gaman fyrir eldri og reynslumeiri leikmenn eins og mig, að fá inn ferskar ungar stelpur sem munu svo taka við keflinu þegar fram líða stundir. Þetta eru svakalega spennandi tímar og ég hlakka mikið til framhaldsins,“ sagði Steinunn á heimasíðu Fram eftir að hafa undirritað samninginn. Sneri aftur innan við mánuði eftir fæðingu Síðast þegar Steinunn eignaðist barn var hún mætt aftur í leik með Fram innan við mánuði eftir fæðinguna. Hún fæddi dóttur sína 16. desember 2017 en spilaði svo með Fram í Olís-deildinni 14. janúar 2018. Steinunn kvaðst í viðtali eftir þann leik ekki hafa búist við að geta spilað svo fljótlega eftir fæðingu. „Meðgangan gekk vel, ég átti fyrir tímann og ég æfði vel, átti reyndar ekki von á að ná fyrsta leik eftir áramót en ég er glöð að vera komin tilbaka. Ég er kannski ekki alveg komin í mitt gamla form, það er ennþá smá í það. Ég var í varnarskiptingu í dag svo ég náði góðri hvíld inná milli, vonandi kemur þetta bara með tímanum,“ sagði Steinunn eftir leikinn 2018. „Ég hef svo gaman að þessu, ég væri auðvitað ekki í þessu ef mér þætti þetta ekki gaman. Minn styrkleiki er líka að vera ánægð og peppa alla og ég hef líka gaman að því,“ sagði Steinunn þá. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Sjá meira
Steinunn verður því ekki með Fram fyrri hluta næstu leiktíðar en ekki er útilokað að hún verði með seinni hlutann. View this post on Instagram A post shared by Steinunn Bjornsdottir (@steinunnbjorns) Steinunn skrifaði fyrr í þessum mánuði undir nýjan samning við Fram sem gildir til sumarsins 2025. „Fram er mitt félag og við stöndum á spennandi tímamótum núna. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum og við erum að opna liðið fyrir ungum og efnilegum leikmönnum. Það verður mjög gaman fyrir eldri og reynslumeiri leikmenn eins og mig, að fá inn ferskar ungar stelpur sem munu svo taka við keflinu þegar fram líða stundir. Þetta eru svakalega spennandi tímar og ég hlakka mikið til framhaldsins,“ sagði Steinunn á heimasíðu Fram eftir að hafa undirritað samninginn. Sneri aftur innan við mánuði eftir fæðingu Síðast þegar Steinunn eignaðist barn var hún mætt aftur í leik með Fram innan við mánuði eftir fæðinguna. Hún fæddi dóttur sína 16. desember 2017 en spilaði svo með Fram í Olís-deildinni 14. janúar 2018. Steinunn kvaðst í viðtali eftir þann leik ekki hafa búist við að geta spilað svo fljótlega eftir fæðingu. „Meðgangan gekk vel, ég átti fyrir tímann og ég æfði vel, átti reyndar ekki von á að ná fyrsta leik eftir áramót en ég er glöð að vera komin tilbaka. Ég er kannski ekki alveg komin í mitt gamla form, það er ennþá smá í það. Ég var í varnarskiptingu í dag svo ég náði góðri hvíld inná milli, vonandi kemur þetta bara með tímanum,“ sagði Steinunn eftir leikinn 2018. „Ég hef svo gaman að þessu, ég væri auðvitað ekki í þessu ef mér þætti þetta ekki gaman. Minn styrkleiki er líka að vera ánægð og peppa alla og ég hef líka gaman að því,“ sagði Steinunn þá.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Sjá meira