Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 09:06 Segja má að SeaRanger bátarnir séu sambland af sæþotu og slöngubáti. RNSA Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm. Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira