Mikið um meiðsli í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 19:00 Sigurður Ragnar nær ekki að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Vísir/Diego Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira