Kertaljós fyrir 40 árum af HIV á Íslandi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 15. maí 2023 07:01 Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð. Félagið var stofnað þann 5. desember 1998 og nefndist þá Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur var meðal þeirra sem unnu að stofnun samtakanna og sat jafnframt í fyrstu stjórn þeirra. Jón var merkilegur prestur sem skrifaði bók um störf sín í þágu fanga á Íslandi er heitir Af föngum og frjálsum mönnum. Þegar sr. Jón lést árið 2011 vottaði HIV Ísland honum virðingu sína með orðunum „Hann var baráttumaður um mannréttindi í víðum skilningi og taldi kjark í þá sem vantreystu sér í baráttu fyrir rétti sínum. Hann var einstaklega laginn í mannlegum samskiptum og mannasættir“. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland lýsir stofnun samtakanna þannig að „við erum þarna hópur af fólki, og ég sem HIV jákvæður ungur maður þá, hún Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi og það er hópur af fólki sem myndast í kringum þetta. Það var Guðrún Ögmundsdóttir og systir hennar Hulda Waddel, og Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna 78. Sr. Jón var einstakur maður, hann var aðeins eldri en við sem vorum þarna og síðan var Stella Hauksdóttir og ég held að mörg þeirra hafi verið í fyrstu stjórninni. Ég verð að nefna Þorvald Kristinsson líka, sem var formaður Samtakanna 78 þá.“ Í nær 30 ár hefur verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík minningar- og vonarstund sem á alþjóðavísu nefnist HIV candlelight memorial service. Fyrstu stundirnar voru haldnar í öðrum kirkjum en frá árinu 1995 hefur þessi stund verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einar Þór lýsir því með áhrifaríkum hætti hvernig að stundirnar hafi skipt sköpum þegar faraldurinn stóð sem hæst en með tilkomu lyfja og lækkandi dánartíðni hafi þakklæti og gleði einkennt stundirnar í bland við sorg. „Ég man eftir þessari samverustund hér, þar sem menn voru fárveikir og einhverjir voru kannski nýdánir, þá voru þetta erfiðar og þungar stundir.“ Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík í réttindabaráttu hinsegin fólks er veigamikill og Margrét Pála Ólafsdóttir lýsti því í greininni Alnæmið flýtti fyrir að þegar ein hjúskaparlög gengu í gildi, „fyrsta jákvæða viðurkenningin á að við værum til og við mættum vera til í íslensku samfélagi, þessi stóru vatnaskil sem í mínum huga marka bara áður og eftir fyrir okkur gay fólk, þá vorum við með samkomu í Fríkirkjunni sem hafði verið eina kirkjan sem alltaf bauð okkur velkomin“. Einar Þór tekur undir það en hann segir: „frá þeim tíma sem ég þekki um miðjan tíunda áratuginn og við fórum að tengjast við Fríkirkjuna. Sr. Hjörtur Magni kemur 1998 og ég tengi það við hann og hans persónu, hvernig þetta breyttist þá. Allt í einu var einhver sem nefndi hlutina sínum nöfnum og það var ekki hálfkák eða tilgerð með það hvernig hlutirnir voru. Sjálfur man ég þegar hann fór að koma fram í fjölmiðlum með líf samkynhneigðra og að við ættum rétt til ásta og tilveru alveg eins og allir aðrir. Þetta er ekki lengra síðan, það er alveg ótrúlegt, 25 ár kannski. Sr. Hjörtur var mjög dáður og elskaður af þessum hópi hinsegin fólks. Ég held að hann hafi jarðað mjög marga hinsegin menn. Já, Fríkirkjan, hún stóð með! “ Þó sorgin og minningar hafi verið í forgrunni þessara stunda hefur gleðin jafnframt skipt sköpum. „Eftir að lyfin komu og þetta dimma þunga ský fór að rofa til og við fórum að eiga líf og lifa af og ná okkur aðeins upp úr því, þá er það samt þessi húmor í þessum hóp. Að skemmta sér, og tjútta og vera til. Þessi hópur og þessi minningarguðsþjónusta, sem hefur verið hérna í maí síðustu 30 árin og Hjörtur Magni talar um með glampa í augum og ég líka. Þetta er minningarstund en við erum líka að gleðjast og þakka fyrir. Þessi hópur er frjálsari einhvern veginn, út af lífsreynslunni. Við dönsum stundum og það hafa verið hér afrískar trommur og Magga Pálma í svakalegu stuði og allir hérna að syngja eitthvað flott upp til drottins himna og þakklæti. Að fá að vera til, það er æðislegt. Þannig ætlum við að hafa það núna 21. maí.“ Mannréttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi og barátta HIV jákvæðra fyrir virðingu og viðurkenningu hefur kennt okkur Íslendingum, annarsvegar að viðhorfum má breyta og að það er hægt að ná raunverulegum framförum í mannréttindum þrátt fyrir mótstöðu og hinsvegar hversu máttug gleðin er sem baráttutæki. Gleðin er ekki léttúð, hún er afstaða þess sem tekst á við lífið af heilindum og krefst þess að njóta þess. Nú þegar Samtökin ´78 fagna 45 ára stofnafmæli og 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi er samtímis hægt að syrgja það sem hinsegin fólk hefur þurft að þola og fagna yfir þeirri sálgæslu, samstöðu og fegurð sem finna má í sögu þeirra. Megi ástin að eilífu bera sigur af hólmi. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð. Félagið var stofnað þann 5. desember 1998 og nefndist þá Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur var meðal þeirra sem unnu að stofnun samtakanna og sat jafnframt í fyrstu stjórn þeirra. Jón var merkilegur prestur sem skrifaði bók um störf sín í þágu fanga á Íslandi er heitir Af föngum og frjálsum mönnum. Þegar sr. Jón lést árið 2011 vottaði HIV Ísland honum virðingu sína með orðunum „Hann var baráttumaður um mannréttindi í víðum skilningi og taldi kjark í þá sem vantreystu sér í baráttu fyrir rétti sínum. Hann var einstaklega laginn í mannlegum samskiptum og mannasættir“. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland lýsir stofnun samtakanna þannig að „við erum þarna hópur af fólki, og ég sem HIV jákvæður ungur maður þá, hún Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi og það er hópur af fólki sem myndast í kringum þetta. Það var Guðrún Ögmundsdóttir og systir hennar Hulda Waddel, og Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna 78. Sr. Jón var einstakur maður, hann var aðeins eldri en við sem vorum þarna og síðan var Stella Hauksdóttir og ég held að mörg þeirra hafi verið í fyrstu stjórninni. Ég verð að nefna Þorvald Kristinsson líka, sem var formaður Samtakanna 78 þá.“ Í nær 30 ár hefur verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík minningar- og vonarstund sem á alþjóðavísu nefnist HIV candlelight memorial service. Fyrstu stundirnar voru haldnar í öðrum kirkjum en frá árinu 1995 hefur þessi stund verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einar Þór lýsir því með áhrifaríkum hætti hvernig að stundirnar hafi skipt sköpum þegar faraldurinn stóð sem hæst en með tilkomu lyfja og lækkandi dánartíðni hafi þakklæti og gleði einkennt stundirnar í bland við sorg. „Ég man eftir þessari samverustund hér, þar sem menn voru fárveikir og einhverjir voru kannski nýdánir, þá voru þetta erfiðar og þungar stundir.“ Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík í réttindabaráttu hinsegin fólks er veigamikill og Margrét Pála Ólafsdóttir lýsti því í greininni Alnæmið flýtti fyrir að þegar ein hjúskaparlög gengu í gildi, „fyrsta jákvæða viðurkenningin á að við værum til og við mættum vera til í íslensku samfélagi, þessi stóru vatnaskil sem í mínum huga marka bara áður og eftir fyrir okkur gay fólk, þá vorum við með samkomu í Fríkirkjunni sem hafði verið eina kirkjan sem alltaf bauð okkur velkomin“. Einar Þór tekur undir það en hann segir: „frá þeim tíma sem ég þekki um miðjan tíunda áratuginn og við fórum að tengjast við Fríkirkjuna. Sr. Hjörtur Magni kemur 1998 og ég tengi það við hann og hans persónu, hvernig þetta breyttist þá. Allt í einu var einhver sem nefndi hlutina sínum nöfnum og það var ekki hálfkák eða tilgerð með það hvernig hlutirnir voru. Sjálfur man ég þegar hann fór að koma fram í fjölmiðlum með líf samkynhneigðra og að við ættum rétt til ásta og tilveru alveg eins og allir aðrir. Þetta er ekki lengra síðan, það er alveg ótrúlegt, 25 ár kannski. Sr. Hjörtur var mjög dáður og elskaður af þessum hópi hinsegin fólks. Ég held að hann hafi jarðað mjög marga hinsegin menn. Já, Fríkirkjan, hún stóð með! “ Þó sorgin og minningar hafi verið í forgrunni þessara stunda hefur gleðin jafnframt skipt sköpum. „Eftir að lyfin komu og þetta dimma þunga ský fór að rofa til og við fórum að eiga líf og lifa af og ná okkur aðeins upp úr því, þá er það samt þessi húmor í þessum hóp. Að skemmta sér, og tjútta og vera til. Þessi hópur og þessi minningarguðsþjónusta, sem hefur verið hérna í maí síðustu 30 árin og Hjörtur Magni talar um með glampa í augum og ég líka. Þetta er minningarstund en við erum líka að gleðjast og þakka fyrir. Þessi hópur er frjálsari einhvern veginn, út af lífsreynslunni. Við dönsum stundum og það hafa verið hér afrískar trommur og Magga Pálma í svakalegu stuði og allir hérna að syngja eitthvað flott upp til drottins himna og þakklæti. Að fá að vera til, það er æðislegt. Þannig ætlum við að hafa það núna 21. maí.“ Mannréttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi og barátta HIV jákvæðra fyrir virðingu og viðurkenningu hefur kennt okkur Íslendingum, annarsvegar að viðhorfum má breyta og að það er hægt að ná raunverulegum framförum í mannréttindum þrátt fyrir mótstöðu og hinsvegar hversu máttug gleðin er sem baráttutæki. Gleðin er ekki léttúð, hún er afstaða þess sem tekst á við lífið af heilindum og krefst þess að njóta þess. Nú þegar Samtökin ´78 fagna 45 ára stofnafmæli og 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi er samtímis hægt að syrgja það sem hinsegin fólk hefur þurft að þola og fagna yfir þeirri sálgæslu, samstöðu og fegurð sem finna má í sögu þeirra. Megi ástin að eilífu bera sigur af hólmi. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun