Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2023 21:05 Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti með Sunnu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels