Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2023 21:05 Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti með Sunnu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira