„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Hinrik Wöhler skrifar 13. maí 2023 19:15 Rúnar í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. „Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55