Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 12. maí 2023 22:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. „Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
„Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira