Umfjöllun og viðtöl: KA – Valur 0-4 | Lærisveinar Arnars léku sér að Akureyringum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. maí 2023 19:44 Arnar Grétarsson [lengst til hægri]. Vísir/Diego Valur vann stórsigur á KA í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag, leikar enduðu 0-4 fyrir gestina. Arnar Grétarsson stýrði KA á síðustu leiktíð en stýrir nú Valsmönnum. Lærisveinar hans sýndu allar sínar bestu hliðar í leik dagsins. Draumabyrjun Vals setti tóninn fyrir leikinn en hann var ekki orðin mínútu gamall þegar Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark. Þar var að verki Adam Ægir Pálsson eftir smá krafs í teignum, smellti hann boltanum í fjærhornið og staðan orðin 0-1 eftir aðeins 40 sekúndur. Heppnin var með heimamönnum á 10. mínútu þegar Steinþór Már Auðunsson átti slaka sendingu úr marki KA sem rataði á Guðmund Andra Tryggvason sem setti boltann yfir markið. Adam var þó ekki lengi í paradís því á 29. mínútu skoraði Aron Jóhannsson frábært mark eftir góðan undirbúning frá Kristni Freyr Jónssyni. Aron tók boltann á lofti innan teigs og þrumaði honum í netið, staðan orðin 0-2. Fyrsta skot heimamanna að marki gestanna kom ekki fyrr en á 32. mínútu og það skot átti Rodrigo Mateo en skotið vel framhjá. Áður en hálfleikurinn var úti bættu Valsmenn við einu marki en þar var að verki Andri Rúnar Bjarnason eftir undirbúning frá Kristni Freyr Sigurðssyni sem átti frábæran leik. Seinni hálfleikur var töluvert rólegri, heimamenn komust meira í takt við leikinn og áttu nokkrar atrennur að marki Valsmanna sem virtust hafa gírað sig aðeins niður. Adam Ægir Pálsson ákvað að ljúka leiknum rétt eins og hann hóf hann, með marki en það kom á 90. mínútu. Tíðnefndur Kristinn Freyr sá um undirbúninginn en hann fann Adam Ægir frían inn á teig KA manna og 0-4 sigur Valsmanna staðreynd sem fóru upp í fyrsta sætið allavega tímabundið og hafa nú skorað 21 mark í fimm leikjum. Afhverju vann Valur? Valur var miklu betra liðið á vellinum með gæði allsstaðar sem KA menn réðu einfaldlega ekki við. Það hjálpar líka ekki að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins, eftir það var brekkan brött fyrir heimamenn sem sáu bara ekki til sólar. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið eins og það lagði sig var frábært í dag, allir mjög samstillir. Adam Ægir Pálsson var þó fremstur á meðal jafninga með tvö mörk og eina stoðsendingu. Kristinn Freyr Jónsson átti líka afbragðsleik með þrjár stoðsendingar og átti KA í fullu fangi með að stoppa hann. Hvað gekk illa? KA liðið var alveg á hælunum lengst af, langt frá mönnum og leyfðu Valsmönnum að leika listir sínar. Sóknarleikur var arfaslakur sérstaklega í fyrri hálfleik, þeir töpuðu baráttunni á miðjunni og svo átti varnarlínan í miklum vandræðum. Hvað gerist næst? Framundan eru bikarleikir á fimmtudaginn, Valur mætir Grindarvík og KA heimsækir HK. Hallgrímur Jónasson: Við urðum skelkaðir Hallgrímur Jónasson.Hulda Margrét „Ég er rosalega svekktur, þetta var sanngjarn sigur. Valsliðið var betra en við í dag, þeir voru með meiri gæði í þeim hlutum sem þeir vildu gera.“ KA fékk mark á sig strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það er svaka högg að fá á okkur mark þegar það er ekki einu sinni mínúta búin af leiknum. Við urðum skelkaðir og mér fannst við ekki finna okkur almennilega eftir það. Svo vorum við alltof hægir á boltann þannig þetta var sanngjarn sigur Vals.“ „Mér fannst Valsmenn gera bara mjög vel í þeim mörkum sem þeir skoruðu en svona í grunninn finnst mér það ekki skipta máli. Það sem skiptir máli er að við náum ekki upp því spili sem við viljum og við náum ekki að pressa þá varnarlega eins og við viljum gera. Þeir ná að spila sig í gegnum okkur og inn á miðjuna og særa okkur þar. Framherjinn þeirra var mjög sterkur að halda boltanum og leggja hann til hliðar þannig þeir komu keyrandi á okkur.“ KA gerði tvær breytingar í hálfleik og breytu leikplaninu en náðu ekki að ógna gestunum mikið þótt seinni hálfleikur hafi verið skárri hjá heimamönnum. Hallgrímur var á því að fyrri hálfleikur hafi kostað KA menn leiknum. „Leikurinn þróaðist bara þannig að þetta var erfitt, við reyndum að breyta bæði með skiptingu og öðru leikplani en það gekk ekki. Auðvitað var seinni hálfleikur skárri en það litast samt af því að þeir voru komnir í 3-0.“ KA hefur ekki byrjað leiki vel undanfarið og hefur Hallgrímur minnst á það í viðtölum og var það sama upp á teningnum í dag. „Það er þannig að aftur erum við ekki að ná að byrja leikina eins og við viljum og það er eitthvað sem við þurfum að skoða en þeir spiluðu betur en við í dag og þetta er bara sanngjarnt. Við þurfum að líta aðeins í spegilinn. Það er stutt í næsta leik.“ Hallgrímur vildi þó vera bjartsýn á framhaldið. „Þetta er einn tapaður leikur og þótt þetta hafi verið vont þá er staðan ekki verri en það. Við þurfum bara að rífa okkur saman og fara yfir hlutina því frammistaðan þarf að vera betri. Við eigum bikarleik á móti HK og þurfum að svara fyrir þetta og þó það sé þungt í dag þá er þetta samt bara einn tapaður leikur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur KA
Valur vann stórsigur á KA í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag, leikar enduðu 0-4 fyrir gestina. Arnar Grétarsson stýrði KA á síðustu leiktíð en stýrir nú Valsmönnum. Lærisveinar hans sýndu allar sínar bestu hliðar í leik dagsins. Draumabyrjun Vals setti tóninn fyrir leikinn en hann var ekki orðin mínútu gamall þegar Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark. Þar var að verki Adam Ægir Pálsson eftir smá krafs í teignum, smellti hann boltanum í fjærhornið og staðan orðin 0-1 eftir aðeins 40 sekúndur. Heppnin var með heimamönnum á 10. mínútu þegar Steinþór Már Auðunsson átti slaka sendingu úr marki KA sem rataði á Guðmund Andra Tryggvason sem setti boltann yfir markið. Adam var þó ekki lengi í paradís því á 29. mínútu skoraði Aron Jóhannsson frábært mark eftir góðan undirbúning frá Kristni Freyr Jónssyni. Aron tók boltann á lofti innan teigs og þrumaði honum í netið, staðan orðin 0-2. Fyrsta skot heimamanna að marki gestanna kom ekki fyrr en á 32. mínútu og það skot átti Rodrigo Mateo en skotið vel framhjá. Áður en hálfleikurinn var úti bættu Valsmenn við einu marki en þar var að verki Andri Rúnar Bjarnason eftir undirbúning frá Kristni Freyr Sigurðssyni sem átti frábæran leik. Seinni hálfleikur var töluvert rólegri, heimamenn komust meira í takt við leikinn og áttu nokkrar atrennur að marki Valsmanna sem virtust hafa gírað sig aðeins niður. Adam Ægir Pálsson ákvað að ljúka leiknum rétt eins og hann hóf hann, með marki en það kom á 90. mínútu. Tíðnefndur Kristinn Freyr sá um undirbúninginn en hann fann Adam Ægir frían inn á teig KA manna og 0-4 sigur Valsmanna staðreynd sem fóru upp í fyrsta sætið allavega tímabundið og hafa nú skorað 21 mark í fimm leikjum. Afhverju vann Valur? Valur var miklu betra liðið á vellinum með gæði allsstaðar sem KA menn réðu einfaldlega ekki við. Það hjálpar líka ekki að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins, eftir það var brekkan brött fyrir heimamenn sem sáu bara ekki til sólar. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið eins og það lagði sig var frábært í dag, allir mjög samstillir. Adam Ægir Pálsson var þó fremstur á meðal jafninga með tvö mörk og eina stoðsendingu. Kristinn Freyr Jónsson átti líka afbragðsleik með þrjár stoðsendingar og átti KA í fullu fangi með að stoppa hann. Hvað gekk illa? KA liðið var alveg á hælunum lengst af, langt frá mönnum og leyfðu Valsmönnum að leika listir sínar. Sóknarleikur var arfaslakur sérstaklega í fyrri hálfleik, þeir töpuðu baráttunni á miðjunni og svo átti varnarlínan í miklum vandræðum. Hvað gerist næst? Framundan eru bikarleikir á fimmtudaginn, Valur mætir Grindarvík og KA heimsækir HK. Hallgrímur Jónasson: Við urðum skelkaðir Hallgrímur Jónasson.Hulda Margrét „Ég er rosalega svekktur, þetta var sanngjarn sigur. Valsliðið var betra en við í dag, þeir voru með meiri gæði í þeim hlutum sem þeir vildu gera.“ KA fékk mark á sig strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það er svaka högg að fá á okkur mark þegar það er ekki einu sinni mínúta búin af leiknum. Við urðum skelkaðir og mér fannst við ekki finna okkur almennilega eftir það. Svo vorum við alltof hægir á boltann þannig þetta var sanngjarn sigur Vals.“ „Mér fannst Valsmenn gera bara mjög vel í þeim mörkum sem þeir skoruðu en svona í grunninn finnst mér það ekki skipta máli. Það sem skiptir máli er að við náum ekki upp því spili sem við viljum og við náum ekki að pressa þá varnarlega eins og við viljum gera. Þeir ná að spila sig í gegnum okkur og inn á miðjuna og særa okkur þar. Framherjinn þeirra var mjög sterkur að halda boltanum og leggja hann til hliðar þannig þeir komu keyrandi á okkur.“ KA gerði tvær breytingar í hálfleik og breytu leikplaninu en náðu ekki að ógna gestunum mikið þótt seinni hálfleikur hafi verið skárri hjá heimamönnum. Hallgrímur var á því að fyrri hálfleikur hafi kostað KA menn leiknum. „Leikurinn þróaðist bara þannig að þetta var erfitt, við reyndum að breyta bæði með skiptingu og öðru leikplani en það gekk ekki. Auðvitað var seinni hálfleikur skárri en það litast samt af því að þeir voru komnir í 3-0.“ KA hefur ekki byrjað leiki vel undanfarið og hefur Hallgrímur minnst á það í viðtölum og var það sama upp á teningnum í dag. „Það er þannig að aftur erum við ekki að ná að byrja leikina eins og við viljum og það er eitthvað sem við þurfum að skoða en þeir spiluðu betur en við í dag og þetta er bara sanngjarnt. Við þurfum að líta aðeins í spegilinn. Það er stutt í næsta leik.“ Hallgrímur vildi þó vera bjartsýn á framhaldið. „Þetta er einn tapaður leikur og þótt þetta hafi verið vont þá er staðan ekki verri en það. Við þurfum bara að rífa okkur saman og fara yfir hlutina því frammistaðan þarf að vera betri. Við eigum bikarleik á móti HK og þurfum að svara fyrir þetta og þó það sé þungt í dag þá er þetta samt bara einn tapaður leikur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti