Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 16:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að tillaga um úrsögn félagsins úr SGS tengist ekki því að félagið fylgdi sambandinu ekki að málum við gerð síðustu kjarasamninga. Stöð 2/Ívar Fannar Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40