Íslendingar borða mest af dýraafurðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 13:11 Hver Íslendingur borðar að meðaltali rúmlega 170 grömm af kjöti á dag. Nærri helmingur kaloríuinntöku Íslendinga kemur frá dýraafurðum. Neysla sjávarafurða spilar þar stóra rullu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent. Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent.
Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira