Söfn, sjálfbærni og vellíðan Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun