Minnast Gunnhildar með göngu á mæðradaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2023 10:35 Gunnhildur Óskarsdóttir stofnaði Göngum saman árið 2007. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí, til minningar um Gunnhildi Óskarsdóttur stofnanda félagsins. Hún lést þann 17. mars síðastliðinn. Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750 Heilbrigðismál Hjálparstarf Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750
Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km.
Heilbrigðismál Hjálparstarf Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00