Imran Khan handtekinn í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 10:26 Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. AP/K.M. Chaudhry Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra með vantrauststillögu sem samþykkt var á þingi. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa selt gjafir sem hann fékk í embætti og þar að auki er hann sakaður um að hafa reynt að leyna eigum sínum. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. AP fréttaveitan hefur eftir Fawad Chaudhry, háttsettum meðlimi í Tehreek-e-Insaf, stjórnmálaflokki Khans, að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi verið dregin úr dómsalnum og fluttur á brott í lögreglubíl. Chaudhry segir Khan í raun hafa verið rænt. Þá hefur fréttaveitan eftir embættismönnum að handtakan í morgun tengist nýju spillingarmáli og að handtökuskipun hafi verið gefin út í síðustu viku. Þeir segja Khan verða færðan aftur fyrir dómara seinna í dag. Khan birti í morgun myndband þar sem hann sagði að tilraunum til að handtaka hann væri ætlað að koma í veg fyrir baráttu hans gegn þeirri ríkisstjórn sem tók við eftir að vantrauststillagan gegn honum var samþykkt. Hann hefur verið mjög hávær gegn ríkisstjórninni og kallað eftir því að kosningar verði haldnar sem fyrst. My reply to ISPR & attempts by PDM & their handlers to arrest me for two reasons: 1. To prevent me from campaigning bec InshaAllah when elections are announced I will be doing jalsas. 2. To prevent me from mobilising the masses for street movement in support of Constitution if pic.twitter.com/IQIQmFERah— Imran Khan (@ImranKhanPTI) May 9, 2023 Flokkur Khans birti svo myndband af hantöku Khan. Rangers abducted PTI Chairman Imran Khan, these are the visuals. Pakistan s brave people must come out and defend their country. pic.twitter.com/hJwG42hsE4— PTI (@PTIofficial) May 9, 2023 Pakistan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra með vantrauststillögu sem samþykkt var á þingi. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa selt gjafir sem hann fékk í embætti og þar að auki er hann sakaður um að hafa reynt að leyna eigum sínum. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. AP fréttaveitan hefur eftir Fawad Chaudhry, háttsettum meðlimi í Tehreek-e-Insaf, stjórnmálaflokki Khans, að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi verið dregin úr dómsalnum og fluttur á brott í lögreglubíl. Chaudhry segir Khan í raun hafa verið rænt. Þá hefur fréttaveitan eftir embættismönnum að handtakan í morgun tengist nýju spillingarmáli og að handtökuskipun hafi verið gefin út í síðustu viku. Þeir segja Khan verða færðan aftur fyrir dómara seinna í dag. Khan birti í morgun myndband þar sem hann sagði að tilraunum til að handtaka hann væri ætlað að koma í veg fyrir baráttu hans gegn þeirri ríkisstjórn sem tók við eftir að vantrauststillagan gegn honum var samþykkt. Hann hefur verið mjög hávær gegn ríkisstjórninni og kallað eftir því að kosningar verði haldnar sem fyrst. My reply to ISPR & attempts by PDM & their handlers to arrest me for two reasons: 1. To prevent me from campaigning bec InshaAllah when elections are announced I will be doing jalsas. 2. To prevent me from mobilising the masses for street movement in support of Constitution if pic.twitter.com/IQIQmFERah— Imran Khan (@ImranKhanPTI) May 9, 2023 Flokkur Khans birti svo myndband af hantöku Khan. Rangers abducted PTI Chairman Imran Khan, these are the visuals. Pakistan s brave people must come out and defend their country. pic.twitter.com/hJwG42hsE4— PTI (@PTIofficial) May 9, 2023
Pakistan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira