Hafréttur: Erum við komin fram úr okkur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. maí 2023 10:00 Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun