Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. maí 2023 21:41 Bjarkey segir að byrja hefði mátt vinnu við undirbúning sameininga menntaskóla með öðrum hætti. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“ Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“
Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25
Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22