Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. maí 2023 21:41 Bjarkey segir að byrja hefði mátt vinnu við undirbúning sameininga menntaskóla með öðrum hætti. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“ Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“
Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25
Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22