„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 8. maí 2023 13:31 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs og bæjarfulltrúi, segir óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki tekist að gera samning við ríkið um að liðsinna flóttafólki líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Stöð 2 Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“ Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“
Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03