Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Andri Már Eggertsson skrifar 8. maí 2023 21:15 Haukar jöfnuðu metin. Vísir/Hulda Margrét Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. Afturelding kom inn í leikinn með sjálfstraustið í botni. Afturelding vann fyrsta leikinn í einvíginu með fjórum mörkum. Ekki nóg með það heldur hafði Afturelding unnið tíu leiki í röð fram að þessum leik. Líkt og í fyrsta leiknum þá byrjaði Stefán Rafn Sigmarsson afar vel og skoraði þrjú mörk á fyrstu sex mínútunum. Ólafur Ægir Ólafsson byrjaði einnig vel. Stefán Rafn og Ólafur Ægir skoruðu fyrstu sex mörk Hauka og heimamenn komust tveimur mörkum yfir 6-3. Þremur mörkum undir vaknaði Afturelding. Gestirnir spiluðu betri vörn og Jovan Kukobat fór að verja nokkur skot. Á fjórtán mínútum skoruðu Haukar aðeins tvö mörk á meðan gestirnir gengu á lagið og skoruðu átta mörk. Þegar tuttugu og tvær mínútur voru liðnar var Afturelding þremur mörkum yfir 8-11. Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16. Gestirnir voru klaufar í upphafi síðari hálfleiks þar sem þeir hleyptu Haukum inn í leikinn. Afturelding fór að brjóta klaufalega af sér og safna tveggja mínútna brottvísunum. Þremur mörkum undir 16-19 komu Haukar til baka. Það gekk allt upp hjá heimamönnum sem skoruðu sex mörk í röð. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Í stöðunni 26-26 skoraði Afturelding tvö mörk í röð og allt benti til þess að gestirnir myndu vinna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé þegar tæplega tvær mínútur voru eftir. Haukar skoruðu síðustu þrjú mörkin og unnu leikinn. Lokasókn Aftureldingar var ótrúleg. Afturelding stillti upp fyrir Þorstein Leó sem tók skot sem Aron Rafn varði. Haukar brunuðu upp í sókn og Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og tryggði Haukum sigur. Af hverju unnu Haukar? Það var afar lítill munu á liðunum þar sem bæði lið áttu sína kafla. Haukar voru hins vegar betri í brakinu og skoruðu síðustu þrjú mörkin. Afturelding komst tveimur mörkum yfir þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir og mega vera ansi ósáttir með að hafa ekki tekist að halda það út. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði afar vel í kvöld. Stefán skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Hetja Hauka Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði aðeins eitt mark í kvöld en það reyndist afar örlagaríkt þar sem það tryggði Haukum sigur. Hvað gekk illa? Gestirnir úr Mosfellsbænum voru afar ósáttir með dómgæsluna í lokasókn Aftureldingar. Það var brotið á Þorsteini Leó sem náði þó fínu skoti. Hefði þetta gerst á einhverjum öðrum tímapunkti í leiknum hefði Afturelding alltaf fengið aukakast og mega því vera svekktir með þessa niðurstöðu. Augljósasta brotið í þessari sókn var á Þráin Orra þar sem hann togaði Einar Inga niður þegar þeir voru í baráttunni um frákastið. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Mosfellsbænum á fimmtudaginn klukkan 19:30. „Dómararnir hljóta að vera svekktari en við “ Gunnar Magnússon var hundfúll eftir eins marks tap gegn HaukumVísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var myrkur í máli eftir eins marks tap gegn Haukum. Gunnar var afar ósáttur með dómgæsluna í lokasókn Aftureldingar þar sem hann vildi aukakast. „Þetta var frábær leikur þar sem tvö frábær lið voru að mætast og það var mikil barátta en þetta átti ekki að enda svona og ég held að allir í húsinu hafi séð að við áttum að fá aukakast og auðvitað áttu dómararnir að vera svekktastir af öllum.“ Gunnar Magnússon fékk að sjá atvikið í beinni útsendingu og fór yfir lokasókn Aftureldingar. „Guð minn almáttugur, það er rosalegt að horfa á þetta. Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Auðvitað gera dómararnir mistök en ef þú gerir mistök sem ráða úrslitum þá hljóta dómararnir að vera svekktari en við.“ „Ég hef ekki fundið mann sem sagði ekki að þetta væri fríkast. Þetta voru mistök og leiðinlegt að úrslitin skuli hafa ráðist á þessu. Við hefðum átt að fara í framlengingu og betra liðið hefði unnið. Þetta var mjög súrt.“ Afturelding var með gott tak á leiknum en gestirnir fengu síðan á sig sex mörk í röð sem kom Haukum á bragðið. „Við vorum rosalegir klaufar á þeim kafla. Þetta voru þrjú mjög klaufaleg brot á stuttum tíma og við lifðum það ekki af og við misstum augnablikið. Síðan náðum við augnablikinu aftur þar sem við komumst tveimur mörkum yfir en við vorum klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla Haukar Afturelding
Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. Afturelding kom inn í leikinn með sjálfstraustið í botni. Afturelding vann fyrsta leikinn í einvíginu með fjórum mörkum. Ekki nóg með það heldur hafði Afturelding unnið tíu leiki í röð fram að þessum leik. Líkt og í fyrsta leiknum þá byrjaði Stefán Rafn Sigmarsson afar vel og skoraði þrjú mörk á fyrstu sex mínútunum. Ólafur Ægir Ólafsson byrjaði einnig vel. Stefán Rafn og Ólafur Ægir skoruðu fyrstu sex mörk Hauka og heimamenn komust tveimur mörkum yfir 6-3. Þremur mörkum undir vaknaði Afturelding. Gestirnir spiluðu betri vörn og Jovan Kukobat fór að verja nokkur skot. Á fjórtán mínútum skoruðu Haukar aðeins tvö mörk á meðan gestirnir gengu á lagið og skoruðu átta mörk. Þegar tuttugu og tvær mínútur voru liðnar var Afturelding þremur mörkum yfir 8-11. Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16. Gestirnir voru klaufar í upphafi síðari hálfleiks þar sem þeir hleyptu Haukum inn í leikinn. Afturelding fór að brjóta klaufalega af sér og safna tveggja mínútna brottvísunum. Þremur mörkum undir 16-19 komu Haukar til baka. Það gekk allt upp hjá heimamönnum sem skoruðu sex mörk í röð. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Í stöðunni 26-26 skoraði Afturelding tvö mörk í röð og allt benti til þess að gestirnir myndu vinna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé þegar tæplega tvær mínútur voru eftir. Haukar skoruðu síðustu þrjú mörkin og unnu leikinn. Lokasókn Aftureldingar var ótrúleg. Afturelding stillti upp fyrir Þorstein Leó sem tók skot sem Aron Rafn varði. Haukar brunuðu upp í sókn og Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og tryggði Haukum sigur. Af hverju unnu Haukar? Það var afar lítill munu á liðunum þar sem bæði lið áttu sína kafla. Haukar voru hins vegar betri í brakinu og skoruðu síðustu þrjú mörkin. Afturelding komst tveimur mörkum yfir þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir og mega vera ansi ósáttir með að hafa ekki tekist að halda það út. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði afar vel í kvöld. Stefán skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Hetja Hauka Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði aðeins eitt mark í kvöld en það reyndist afar örlagaríkt þar sem það tryggði Haukum sigur. Hvað gekk illa? Gestirnir úr Mosfellsbænum voru afar ósáttir með dómgæsluna í lokasókn Aftureldingar. Það var brotið á Þorsteini Leó sem náði þó fínu skoti. Hefði þetta gerst á einhverjum öðrum tímapunkti í leiknum hefði Afturelding alltaf fengið aukakast og mega því vera svekktir með þessa niðurstöðu. Augljósasta brotið í þessari sókn var á Þráin Orra þar sem hann togaði Einar Inga niður þegar þeir voru í baráttunni um frákastið. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Mosfellsbænum á fimmtudaginn klukkan 19:30. „Dómararnir hljóta að vera svekktari en við “ Gunnar Magnússon var hundfúll eftir eins marks tap gegn HaukumVísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var myrkur í máli eftir eins marks tap gegn Haukum. Gunnar var afar ósáttur með dómgæsluna í lokasókn Aftureldingar þar sem hann vildi aukakast. „Þetta var frábær leikur þar sem tvö frábær lið voru að mætast og það var mikil barátta en þetta átti ekki að enda svona og ég held að allir í húsinu hafi séð að við áttum að fá aukakast og auðvitað áttu dómararnir að vera svekktastir af öllum.“ Gunnar Magnússon fékk að sjá atvikið í beinni útsendingu og fór yfir lokasókn Aftureldingar. „Guð minn almáttugur, það er rosalegt að horfa á þetta. Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Auðvitað gera dómararnir mistök en ef þú gerir mistök sem ráða úrslitum þá hljóta dómararnir að vera svekktari en við.“ „Ég hef ekki fundið mann sem sagði ekki að þetta væri fríkast. Þetta voru mistök og leiðinlegt að úrslitin skuli hafa ráðist á þessu. Við hefðum átt að fara í framlengingu og betra liðið hefði unnið. Þetta var mjög súrt.“ Afturelding var með gott tak á leiknum en gestirnir fengu síðan á sig sex mörk í röð sem kom Haukum á bragðið. „Við vorum rosalegir klaufar á þeim kafla. Þetta voru þrjú mjög klaufaleg brot á stuttum tíma og við lifðum það ekki af og við misstum augnablikið. Síðan náðum við augnablikinu aftur þar sem við komumst tveimur mörkum yfir en við vorum klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti