Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2023 17:12 Díana Guðjónsdóttir var ánægð með sigurinn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik. „Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira