Jákvæð skref til framtíðar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2023 07:31 Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun