Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2023 20:12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. „Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sjá meira
„Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sjá meira