Stöð 2 Sport
Fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi FH og ÍBV í Olís-deild karla fer fram í Kaplakrika í kvöld. Liðin hafa marga hildi háð á síðustu árum en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Útsending úr Hafnarfirði hefst klukkan 18:30.
Klukkan 20:35 verða Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni Bylgjunni klárir í slaginn þar sem farið verður ítarlega yfir leikinn.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18:35 verður sýnt beint frá leik Udinese og Napoli í Serie A en Napoli dugir eitt stig til að tryggja sér ítalska meistaratitilinn.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn verður einnig í fullum gangi á Sport 3 rásinni. Klukkan 18:35 verður sýnt beint frá leik Empoli og Bologna.
Stöð 2 Sport 4
Hanwha International Crown mótið á LPGA mótaröðinni í golfi verður sýnt beint og hefst útsending klukkan 22:00.
Stöð 2 Sport 5
Besta deild karla hefur farið frábærlega af stað. Klukkan 19:00 verður sýnt beint úr Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti nágrönnum sínum úr Breiðablik.
Klukkan 21:20 fer Stúkan síðan af stað þar sem farið verður yfir öll helstu atriðin úr leikjum 5. umferðar Bestu deildar karla.
Stöð 2 Besta deildin
Víkingar eru með fullt hús stiga í Bestu deildinni og þeir taka á móti Keflavík í Bestu deildinni í kvöld og hefst útsending úr Fossvoginum klukkan 19:05.
Stöð 2 Besta deildin 2
Mjög svo umtalaður leikur Selfoss og Þróttar í Bestu deild kvenna verður sýndur beint klukkan 19:05.
Stöð 2 Esport
Gameveran verður í beinni útsendingu klukkan 21:00.