Stoltur af systur sinni og segir hana yfirburða leikmann í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2023 14:01 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppninni. vísir/hulda margrét Orri Freyr Þorkelsson fylgist stoltur með systur sinni blómstra með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Hann segir hana besta leikmann deildarinnar. Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar þar sem Haukar eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit. Elín Klara hefur skorað 42 mörk í fjórum leikjum í úrslitakeppninni, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að spila með Elverum í Noregi missir Orri ekki af leik hjá systur sinni og stöllum hennar í Haukum. „Ég horfi á hvern einasta leik og það er geggjað að horfa á hana spila. Það er ótrúlegt, miðað við að hún er bara átján ára, yfirburðamaður í þessari deild að mínu mati. Ef maður horfir á þessa tölfræði er hún fáránleg. Hún er með meira en tíu mörk að meðaltali í leik,“ sagði Orri í samtali við Vísi. „Ég er ótrúlega stoltur af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með henni og liðinu og hvernig þær hafa tekist á við úrslitakeppnina. Þetta var upp og niður á tímabilinu. Þeim gekk ekkert það vel í deildinni en svo koma þær núna, taka Fram 2-0 og þetta er allt galopið gegn ÍBV. Maður vonar bara það besta því ég er ótrúlega mikill Haukamaður.“ Orri Freyr Þorkelsson lék með Haukum áður en hann fór til Elverum fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Óhætt er að líkja framgöngu Hauka í úrslitakeppninni við öskubuskuævintýri. Liðið skipti um þjálfara seint á tímabilinu og lenti í 5. sæti Olís-deildarinnar. En í sex liða úrslitum unnu Haukar Íslandsmeistara Fram, 2-0, og staðan í einvíginu gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV í undanúrslitunum er jöfn, 1-1. Þrjá leiki þarf að vinna til að komast í úrslit. „Þær eru að spila við frábært ÍBV-lið sem er með leikmenn í landsliðinu. Haukarnir hafa náð nokkuð góðum leik og það eru margar sem geta gefið liðinu mikið. Þetta hlýtur að koma á óvart,“ sagði Orri. Ekki stóð á svari er hann var spurður hvernig leikur ÍBV og Hauka í kvöld myndi fara. „Leikur þrjú, ég ætla bara að segja að Haukar vinni þennan leik. Ég hef trú á því og vona það,“ svaraði Orri. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31 „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar þar sem Haukar eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit. Elín Klara hefur skorað 42 mörk í fjórum leikjum í úrslitakeppninni, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að spila með Elverum í Noregi missir Orri ekki af leik hjá systur sinni og stöllum hennar í Haukum. „Ég horfi á hvern einasta leik og það er geggjað að horfa á hana spila. Það er ótrúlegt, miðað við að hún er bara átján ára, yfirburðamaður í þessari deild að mínu mati. Ef maður horfir á þessa tölfræði er hún fáránleg. Hún er með meira en tíu mörk að meðaltali í leik,“ sagði Orri í samtali við Vísi. „Ég er ótrúlega stoltur af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með henni og liðinu og hvernig þær hafa tekist á við úrslitakeppnina. Þetta var upp og niður á tímabilinu. Þeim gekk ekkert það vel í deildinni en svo koma þær núna, taka Fram 2-0 og þetta er allt galopið gegn ÍBV. Maður vonar bara það besta því ég er ótrúlega mikill Haukamaður.“ Orri Freyr Þorkelsson lék með Haukum áður en hann fór til Elverum fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Óhætt er að líkja framgöngu Hauka í úrslitakeppninni við öskubuskuævintýri. Liðið skipti um þjálfara seint á tímabilinu og lenti í 5. sæti Olís-deildarinnar. En í sex liða úrslitum unnu Haukar Íslandsmeistara Fram, 2-0, og staðan í einvíginu gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV í undanúrslitunum er jöfn, 1-1. Þrjá leiki þarf að vinna til að komast í úrslit. „Þær eru að spila við frábært ÍBV-lið sem er með leikmenn í landsliðinu. Haukarnir hafa náð nokkuð góðum leik og það eru margar sem geta gefið liðinu mikið. Þetta hlýtur að koma á óvart,“ sagði Orri. Ekki stóð á svari er hann var spurður hvernig leikur ÍBV og Hauka í kvöld myndi fara. „Leikur þrjú, ég ætla bara að segja að Haukar vinni þennan leik. Ég hef trú á því og vona það,“ svaraði Orri. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31 „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00