Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 13:31 Birna Berg Haraldsdóttir lætur vaða í leiknum á móti Haukum en hún nýtti skotin sín langbest af stórstjörnum ÍBV í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Sjá meira
Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Sjá meira