Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2023 00:46 Valda minnist Sofiu systur sinnar í hjartnæmri færslu á Facebook í kvöld. Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í liðinni viku vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru hálfbræður á þrítugsaldri samvkæmt heimildum fréttastofu. Valda Nicola, eldri systir Sofiu heitinnar, segir í færslu á Facebook óásættanlega tilfinningu sitja eftir í hjarta fjölskyldunnar að vita að Sofia sé látin. „Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ segir Valda í færslunni og er full af þakklæti fyrir hverja mínútu sem þær systur áttu saman. Systurnar á góðri stundu saman í ræktinni. „Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði. Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára.“ Vísir náði ekki sambandi við Völdu við vinnslu fréttarinnar. Valda segir í stuttu samtali við DV að í umræðunni hafi heyrst að systir hennar væri fíkill eða eitthvað þess háttar. Það sé fjarri sannleikanum. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum. Sú sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý,“ segir Valda. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag kom fram að rannsóknin sé umfangsmikil og á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram en litlar upplýsingar sé hægt að veita að svo stöddu. Lögreglumál Árborg Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54 Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46 Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í liðinni viku vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru hálfbræður á þrítugsaldri samvkæmt heimildum fréttastofu. Valda Nicola, eldri systir Sofiu heitinnar, segir í færslu á Facebook óásættanlega tilfinningu sitja eftir í hjarta fjölskyldunnar að vita að Sofia sé látin. „Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ segir Valda í færslunni og er full af þakklæti fyrir hverja mínútu sem þær systur áttu saman. Systurnar á góðri stundu saman í ræktinni. „Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði. Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára.“ Vísir náði ekki sambandi við Völdu við vinnslu fréttarinnar. Valda segir í stuttu samtali við DV að í umræðunni hafi heyrst að systir hennar væri fíkill eða eitthvað þess háttar. Það sé fjarri sannleikanum. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum. Sú sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý,“ segir Valda. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag kom fram að rannsóknin sé umfangsmikil og á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram en litlar upplýsingar sé hægt að veita að svo stöddu.
Lögreglumál Árborg Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54 Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46 Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54
Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31