„Þó ég hafi ekki æft nema tvisvar þá er geggjað að koma hingað inn og maður er velkominn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. apríl 2023 16:35 Eyþór Wöhler fór beint í byrjunarliðið hjá HK Facebook/HK Eyþór Aron Wöhler, leikmaður HK, spilaði sinn fyrsta leik með liðinu dag í nýliðaslag Bestu deildarinnar gegn Fylki. Leikurinn var jafn framan af en HK tókst að tryggja sér sigurinn á lokamínútum leiksins með marki frá Örvari Eggertssyni. „Tilfinningin er hreint út sagt frábær, í mínum fyrsta leik er kærkomið að ná í sigur og það á sætan máta eins og varð í enda leiksins. Vel gert hjá Atla og Örvari í markinu og geggjað að ná sigrinum, „solid“ frammistaða hjá liðinu í heild sinni.“ Eins og segir var þetta jafn leikur milli nýliða deildarinnar, staðan var jöfn allt fram að 84. mínútu leiksins. „Fylkir var ekkert að skapa sér þannig lagað, en við ekki svo sem heldur. En við náðum að klára þetta í endann og það er það eina sem skiptir máli.“ Eyþór gekk í raðir HK í vikunni að láni frá Breiðablik. Hann segir viðtökurnar frá félaginu hafa verið góðar. „Heldur betur góðar viðtökur, frábær klúbbur og HK á allt hrós skilið og þó ég hafi ekki æft nema tvisvar þá er geggjað að koma hingað inn og maður er velkominn.“ Eyþór var ánægður með sigurinn og mun fagna dátt með nýju félagi í kvöld þegar herrakvöld HK fer fram. „Heldur betur, það verður bara fagnað fram á nótt. Nei ég segi svona, næsti leikur er á miðvikudaginn og við ætlum okkur að setja allt púður í það. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og ætlum okkur að setja allt í botn og vinna næsta leik.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Tilfinningin er hreint út sagt frábær, í mínum fyrsta leik er kærkomið að ná í sigur og það á sætan máta eins og varð í enda leiksins. Vel gert hjá Atla og Örvari í markinu og geggjað að ná sigrinum, „solid“ frammistaða hjá liðinu í heild sinni.“ Eins og segir var þetta jafn leikur milli nýliða deildarinnar, staðan var jöfn allt fram að 84. mínútu leiksins. „Fylkir var ekkert að skapa sér þannig lagað, en við ekki svo sem heldur. En við náðum að klára þetta í endann og það er það eina sem skiptir máli.“ Eyþór gekk í raðir HK í vikunni að láni frá Breiðablik. Hann segir viðtökurnar frá félaginu hafa verið góðar. „Heldur betur góðar viðtökur, frábær klúbbur og HK á allt hrós skilið og þó ég hafi ekki æft nema tvisvar þá er geggjað að koma hingað inn og maður er velkominn.“ Eyþór var ánægður með sigurinn og mun fagna dátt með nýju félagi í kvöld þegar herrakvöld HK fer fram. „Heldur betur, það verður bara fagnað fram á nótt. Nei ég segi svona, næsti leikur er á miðvikudaginn og við ætlum okkur að setja allt púður í það. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og ætlum okkur að setja allt í botn og vinna næsta leik.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira