Lögregla verst alla frétta af mannsláti á Selfossi: Misvísandi sögusagnir í umferð Margrét Björk Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 28. apríl 2023 23:07 Lögreglan á Selfossi gefur lítið upp um málið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi verst allra frétta af mannsláti á Selfossi síðdegis í gær. Ung kona sá sig knúna til að setja færslu á samfélagsmiðla og upplýsa um að hún væri ekki sú látna, þar sem sögur þess efnis gengu um bæjarfélagið. Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31
Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04