Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 13:39 Dómari féllst ekki á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Jóns Arnars. Getty Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18
Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00