Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2023 11:11 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði starfshópinn sem skilaði tillögunum um að kanna skyldi mögulega sameiningu skólanna. Vísir/Arnar Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira