Refsing þyngd fyrir manndráp af gáleysi í Plastgerðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 15:59 Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag klukkan 14. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest og þyngt refsingu yfir tveimur yfirmönnum í Plastgerð Suðurnesja fyrir manndráp af gáleysi í verksmiðju fyrirtækisins sumarið 2017. Þeir eru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Þrír yfirmenn voru sakfelldir fyrir manndráp í héraðsdómi árið 2021 og tveir þeirra áfrýjuðu dómnum til Landsréttar sem staðfesti dóminn í fyrrasumar. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Yfirmennirnir tveir, sem voru framkvæmdastjóri og verksmiðjustjóri, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar og svo Hæstaréttar töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi. Þá byggðu þeir á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Hvorki dómarar við Landsrétt né Hæstarétt féllust á þau rök. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að ekkert væri komið fram í málinu sem hnekkti mati Landsréttar um að framkvæmdastjórinn hefði borið ábyrgð atvinnurekanda á því að vinnuverndarákvæðum væri fylgt. Verksmiðjustjórinn hefði borið því meðal annars við að hann hefði verið í orlofi þegar hann var upplýstur um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengdur og gæti því ekki borið refsiábyrgð í málinu. Hæstiréttur taldi það að verksmiðjustjórinn væri í orlofi leysti hann ekki undan refsiábyrgð á vanrækslu sinni á skyldum. Hann hefði brugðist skyldu sinni að gera allt sem hann hefði getað til að afstýra yfirvofandi slysahættu sem hafi verið fyrir hendi. Hæstiréttur segir að framkvæmdastjóranum og verksmiðjustjóranum hafi borið að bregðast við þeim upplýsingum sem þeir höfðu fengið frá undirmanni sínum um að öryggisrofi á hættulegri vél hefði verið aftengdur með því að banna notkun vélarinnar eða sjá til þess að starfsmenn yrðu upplýstir um aftengingu öryggisbúnaðarins. Þetta athafnaleysi þeirra yrði lagt að jöfnu við að þeir hafi með gáleysislegu liðsinni í verki eða á annan hátt átt þátt í því manndrápi af gáleysi sem undirmaður þeirra var líkt og þeir sakfelldur fyrir með dómi héraðsdóms. Hæstiréttur þyngdi refsingu bæði framkvæmdastjórans og verksmiðjustjórans. Refsing framkvæmdastjórans var ákveðin fangelsi í þrjá mánuði og refsing verksmiðjustjórans fangelsi í tvo mánuði. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og litið til þess að rannsókn málsins og útgáfa ákæru hefði dregist úr hófi án þess að ákærðu yrði kennt um. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24. október 2022 20:13 Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Þrír yfirmenn voru sakfelldir fyrir manndráp í héraðsdómi árið 2021 og tveir þeirra áfrýjuðu dómnum til Landsréttar sem staðfesti dóminn í fyrrasumar. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Yfirmennirnir tveir, sem voru framkvæmdastjóri og verksmiðjustjóri, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar og svo Hæstaréttar töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi. Þá byggðu þeir á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Hvorki dómarar við Landsrétt né Hæstarétt féllust á þau rök. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að ekkert væri komið fram í málinu sem hnekkti mati Landsréttar um að framkvæmdastjórinn hefði borið ábyrgð atvinnurekanda á því að vinnuverndarákvæðum væri fylgt. Verksmiðjustjórinn hefði borið því meðal annars við að hann hefði verið í orlofi þegar hann var upplýstur um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengdur og gæti því ekki borið refsiábyrgð í málinu. Hæstiréttur taldi það að verksmiðjustjórinn væri í orlofi leysti hann ekki undan refsiábyrgð á vanrækslu sinni á skyldum. Hann hefði brugðist skyldu sinni að gera allt sem hann hefði getað til að afstýra yfirvofandi slysahættu sem hafi verið fyrir hendi. Hæstiréttur segir að framkvæmdastjóranum og verksmiðjustjóranum hafi borið að bregðast við þeim upplýsingum sem þeir höfðu fengið frá undirmanni sínum um að öryggisrofi á hættulegri vél hefði verið aftengdur með því að banna notkun vélarinnar eða sjá til þess að starfsmenn yrðu upplýstir um aftengingu öryggisbúnaðarins. Þetta athafnaleysi þeirra yrði lagt að jöfnu við að þeir hafi með gáleysislegu liðsinni í verki eða á annan hátt átt þátt í því manndrápi af gáleysi sem undirmaður þeirra var líkt og þeir sakfelldur fyrir með dómi héraðsdóms. Hæstiréttur þyngdi refsingu bæði framkvæmdastjórans og verksmiðjustjórans. Refsing framkvæmdastjórans var ákveðin fangelsi í þrjá mánuði og refsing verksmiðjustjórans fangelsi í tvo mánuði. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og litið til þess að rannsókn málsins og útgáfa ákæru hefði dregist úr hófi án þess að ákærðu yrði kennt um.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24. október 2022 20:13 Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24. október 2022 20:13
Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56
Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29