„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“ Jón Már Ferro skrifar 27. apríl 2023 12:10 Örvar Eggertsson í baráttunni við Höskuld Gunnlausson, leikmann Breiðabliks. vísir/Hulda margrét „Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og loksins náð að sanna sig í stóru hlutverki í efstu deild. „Ef maður efaðist aldrei væri maður ekkert í þessu. Auðvitað hugsar maður bara um einn leik í einu en það skiptir ekki máli alltaf að skora, ég hugsa bara um að vinna leikina. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Örvar. Örvar er gríðarlega kraftmikill leikmaður og varð til að mynda bikarmeistari í hástökki árið 2019 þegar hann stökk yfir 2 metra, þrátt fyrir að vera hættur frjálsíþróttaiðkun nokkrum árum áður. HK hefur komið á óvart í upphafi tímabils.vísir/Hulda margrét Oftar en ekki hefur hann verið gagnrýndur fyrir að skora ekki nóg en hann hefur svo sannarlega svarað fyrir það í upphafi móts. „Maður er búinn að vinna fyrir þessu lengi. Það hlaut að koma að því að maður færi að skora eitthvað,“ segir Örvar kátur. Hann hefur lagt mikla vinnu á sig undanfarin ár og hefur uppskorið í byrjun tímabilsins. Hann segir að það hafi gefið honum aukið sjálfstraust að skora snemma leiks á móti Breiðablik í fyrstu umferð. „Þetta er blanda af öllu. Maður er búinn að vera duglegur hjá Boga að lyfta undanfarin 2-3 ár. Það er helvíti mikil sprengja sem kemur þaðan. Ég hef verið í ólympískum lyftingum og unnið í grunnþolinu. Hann er besti styrktarþjálfari á landinu og ég hef grætt þvílíkt mikið á því að vera hjá honum,“ segir Örvar um bróður sinn Boga Eggertsson styrktarþjálfara. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hefur gefið Örvari mikið traust.vísir/hulda margrét Örvar er gríðarlega ánægður með þjálfara sinn hjá HK, Ómar Inga Guðmundsson. „Það er alltaf eitthvað upplegg hjá Ómari. Svo fær maður alltaf smá frjálsræði en hann er duglegur að segja manni til þannig að þetta er æðislegt,“ segir Örvar. Þrátt fyrir góða byrjun sína á mótinu segist hann ekki finna fyrir aukinni pressu. „Maður þarf að taka ábyrgðina sem kemur á mann og vera bara tilbúinn að leggja sig fram í leikjum.“ Fyrsta mark Örvars kom eftir nokkrar mínútur af mótinu í 4-5 sigri á móti Breiðablik. Í þeim leik gerði hann varnarmönnum Íslandsmeistaranna gríðarlega erfitt fyrir enda fáir líkamlega sterkari en Örvar í deildinni. „Það er mun betri fótbolti í Bestu deildinni en Lengjudeildinni. Þar er áherslan meiri á líkamlega burði en minni fótbolta. Maður finnur fyrir augljósum mun og maður má ekki gleyma sér í eina sekúndu eins og gerðist á móti Stjörnunni þegar við fengum á okkur þrjú mörk á minna en fimmtán mínútum.“ Uppalinn í FH Örvar er uppalinn FH-ingur en fór árið 2017 til Víkings Reykjavíkur til að fá mínútur í meistaraflokksbolta. Hann var hjá félaginu til ársins 2019 og kom við sögu í alls 36 leikjum í efstu deild. Eftir það fór Örvar til Fjölnis og spilaði 15 leiki í efstu deild í vængbakverði og byrjaði flesta leikina. Það ár féll Fjölnir örugglega en Örvar gerði nóg til þess að efstu deildar lið HK krækti í kappann. Síðan þá hefur Örvar verið í HK. Hann spilaði 20 leiki í efstu deild 2021 þegar liðið féll niður í fyrstu deild. Örvar hélt tryggð við HK, spilaði 22 leiki, skoraði 6 mörk og hjálpaði liðinu að komast á nýjan leik upp í efstu deild. HK Víkingur Reykjavík FH Fjölnir Frjálsar íþróttir Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. 10. apríl 2023 21:56 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og loksins náð að sanna sig í stóru hlutverki í efstu deild. „Ef maður efaðist aldrei væri maður ekkert í þessu. Auðvitað hugsar maður bara um einn leik í einu en það skiptir ekki máli alltaf að skora, ég hugsa bara um að vinna leikina. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Örvar. Örvar er gríðarlega kraftmikill leikmaður og varð til að mynda bikarmeistari í hástökki árið 2019 þegar hann stökk yfir 2 metra, þrátt fyrir að vera hættur frjálsíþróttaiðkun nokkrum árum áður. HK hefur komið á óvart í upphafi tímabils.vísir/Hulda margrét Oftar en ekki hefur hann verið gagnrýndur fyrir að skora ekki nóg en hann hefur svo sannarlega svarað fyrir það í upphafi móts. „Maður er búinn að vinna fyrir þessu lengi. Það hlaut að koma að því að maður færi að skora eitthvað,“ segir Örvar kátur. Hann hefur lagt mikla vinnu á sig undanfarin ár og hefur uppskorið í byrjun tímabilsins. Hann segir að það hafi gefið honum aukið sjálfstraust að skora snemma leiks á móti Breiðablik í fyrstu umferð. „Þetta er blanda af öllu. Maður er búinn að vera duglegur hjá Boga að lyfta undanfarin 2-3 ár. Það er helvíti mikil sprengja sem kemur þaðan. Ég hef verið í ólympískum lyftingum og unnið í grunnþolinu. Hann er besti styrktarþjálfari á landinu og ég hef grætt þvílíkt mikið á því að vera hjá honum,“ segir Örvar um bróður sinn Boga Eggertsson styrktarþjálfara. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hefur gefið Örvari mikið traust.vísir/hulda margrét Örvar er gríðarlega ánægður með þjálfara sinn hjá HK, Ómar Inga Guðmundsson. „Það er alltaf eitthvað upplegg hjá Ómari. Svo fær maður alltaf smá frjálsræði en hann er duglegur að segja manni til þannig að þetta er æðislegt,“ segir Örvar. Þrátt fyrir góða byrjun sína á mótinu segist hann ekki finna fyrir aukinni pressu. „Maður þarf að taka ábyrgðina sem kemur á mann og vera bara tilbúinn að leggja sig fram í leikjum.“ Fyrsta mark Örvars kom eftir nokkrar mínútur af mótinu í 4-5 sigri á móti Breiðablik. Í þeim leik gerði hann varnarmönnum Íslandsmeistaranna gríðarlega erfitt fyrir enda fáir líkamlega sterkari en Örvar í deildinni. „Það er mun betri fótbolti í Bestu deildinni en Lengjudeildinni. Þar er áherslan meiri á líkamlega burði en minni fótbolta. Maður finnur fyrir augljósum mun og maður má ekki gleyma sér í eina sekúndu eins og gerðist á móti Stjörnunni þegar við fengum á okkur þrjú mörk á minna en fimmtán mínútum.“ Uppalinn í FH Örvar er uppalinn FH-ingur en fór árið 2017 til Víkings Reykjavíkur til að fá mínútur í meistaraflokksbolta. Hann var hjá félaginu til ársins 2019 og kom við sögu í alls 36 leikjum í efstu deild. Eftir það fór Örvar til Fjölnis og spilaði 15 leiki í efstu deild í vængbakverði og byrjaði flesta leikina. Það ár féll Fjölnir örugglega en Örvar gerði nóg til þess að efstu deildar lið HK krækti í kappann. Síðan þá hefur Örvar verið í HK. Hann spilaði 20 leiki í efstu deild 2021 þegar liðið féll niður í fyrstu deild. Örvar hélt tryggð við HK, spilaði 22 leiki, skoraði 6 mörk og hjálpaði liðinu að komast á nýjan leik upp í efstu deild.
HK Víkingur Reykjavík FH Fjölnir Frjálsar íþróttir Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. 10. apríl 2023 21:56 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. 10. apríl 2023 21:56