Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2023 07:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir mikilvægt að starfsemi menningarhúsa bæjarins séu í takt við tímann. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978. Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12