Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2023 07:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir mikilvægt að starfsemi menningarhúsa bæjarins séu í takt við tímann. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978. Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12