Líkja sambandi við njósnara við nauðgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 13:21 Lögreglumaðurinn átti í sambandi við átta konur í anarkistasenunni. Sex þeirra hafa kært háttsemina. EPA Sex katalónskar konur hafa stefnt lögreglumanni, spænska ríkislögreglustjóranum og innanríkisráðherra fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn starfaði sem njósnari innan anarkistasenunnar í Barcelona og átti í samböndum við átta konur. „Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
„Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira