1.200 evrópsk börn deyja vegna loftmengunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 13:34 Fossvogurinn fullur af svifryki. Í kulda og stillum fer svifryk oft yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson Umhverfisstofnun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að 1.200 börn látist vegna loftmengunar á ESB og EES svæðinu á ári hverju. Auk þess eykur loftmengun hættuna á að börn þrói með sér króníska sjúkdóma. Umhverfisstofnunin birti nýja skýrslu um loftmengun í álfunni í morgun. Skýrslan nær til þrjátíu landa, þar á meðal íslands. Ýmsar loftagnir eru mældar, þar á meðal köfnunarefnisdíoxíð (NO2), brennisteinssdíoxíð (SO2), kolmónoxið (CO) og svifryk (PM10) en mælingarnar voru gerðar árið 2021. Ísland kemur skást allra Evrópulanda út úr skýrslunni og er Ísland eina landið sem er undir viðmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Til að mynda mælist hér minnst af köfnunarefnisdíoxíði og næst minnst af svifryki. En í Finnlandi mælist minnst svifryk. Gildi brennisteinsdíoxíð mælast aftur á móti nokkuð há á Íslandi, og þau hæstu í vesturhluta álfunnar. Framtíðarmöguleikar glatast Mesta loftmengunin mælist í austur og suðurhluta Evrópu. Einkum í Tyrklandi, Grikklandi og ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Þá mælast gildi köfnunarefnisdíoxíðis mjög há í Þýskalandi og Belgíu. Umhverfisstofnun ESB gerir ráð fyrir að hundruð þúsunda látist á hverju ári vegna loftmengunar. Til dæmis 238 þúsund manns árið 2020. Hvorki Bretland né Rússland, mjög fjölmennar og iðnvæddar þjóðir, eru inni í þessum tölum. Því má gera ráð fyrir að tölurnar séu langtum hærri í allri Evrópu. Einkum vegna Rússlands. Flest fólk sem deyr vegna loftmengunar er eldra fólk, sem hrjáist af lungnasjúkdómum. Hlutfall barna og yngra fólks er mun lægra. Engu að síður telur stofnunin um mikla vá að ræða. „Þó að fjöldi ótímabærra dauðsfalla í yngsta aldurshópnum sé lágur miðað við áætlaðan heildarfjölda dauðsfalla í Evrópu vegna loftmengunar þá er skaðinn mikill því að við dauða ungs fólks glatast framtíðarmöguleikar. Einnig leggjast krónískir sjúkdómar þungt á fólk seinna á lífsleiðinni,“ segir í tilkynningu með skýrslunni. „Viðvarandi loftmengun eykur áhættuna á mörgum heilbrigðisvandamálum, svo sem astma, lungnavandamálum, öndunarfærasýkingum og ofnæmi.“ Myndin er tekin í Skopje í Norður Makedóníu. Þar eru loftgæði hvað verst í Evrópu.EPA Eru ríki álfunnar hvött til þess að stuðla að betri loftgæðum. Nú þegar hafi náðst árangur á því sviði en betur má ef duga skal. Einkum eru ríki hvött til að huga að loftgæðum við grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirki og samgöngumiðstöðvar. Vond loftgæði í vetur Loftgæði hafa verið mikið í deiglunni hér á Íslandi undanfarin misseri. Í vetur hefur loftmengun ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk. Einkum í kringum áramótin þegar veður var mjög kalt og stillt og útblástur bíla safnaðist upp. Versta loftmengun ársins mældist hins vegar við leikskólann Lund í Reykjavík þann 16. mars. Gaf heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar út viðvörun til aldraðra, barna og þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum um að vera ekki of lengi úti í einu og takmarka áreynslu. Átta milljónir dauðsfalla Þrátt fyrir að vandinn sé ærinn í Evrópu er hann verri víða annars staðar. Einkum í fátækari löndum þar sem mengunarvarnir eru litlar eða jafn vel engar. Samkvæmt GAHP, alheimssamtaka um heilsu og mengun, deyja um átta milljónir árlega vegna loftmengunar. Árið 2019 voru dauðsföllin flest í Indlandi, rúmlega 2,3 milljónir, og nærri 1,9 milljónir í Kína. Þegar litið var til fjölda dauðsfalla miðað við höfðatölu kom Afríka verst út. Í miðafríku landinu Tjad var gert ráð fyrir að 287 af hverjum 100 þúsund hafi dáið vegna loftmengunar. Þar á eftir kom Mið-afríkulýðveldið og Norður Kórea en Serbía var eina Evrópulandið sem komst á hinn miður vinsæla topp 10 lista samtakanna. Umhverfismál Loftgæði Tengdar fréttir Dragi úr notkun einkabíla og vinni heima vegna loftmengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni. 16. mars 2023 11:53 Varað við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar börn og þá sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur vegna hækkun á styrk svifryks. 9. mars 2023 15:47 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Umhverfisstofnunin birti nýja skýrslu um loftmengun í álfunni í morgun. Skýrslan nær til þrjátíu landa, þar á meðal íslands. Ýmsar loftagnir eru mældar, þar á meðal köfnunarefnisdíoxíð (NO2), brennisteinssdíoxíð (SO2), kolmónoxið (CO) og svifryk (PM10) en mælingarnar voru gerðar árið 2021. Ísland kemur skást allra Evrópulanda út úr skýrslunni og er Ísland eina landið sem er undir viðmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Til að mynda mælist hér minnst af köfnunarefnisdíoxíði og næst minnst af svifryki. En í Finnlandi mælist minnst svifryk. Gildi brennisteinsdíoxíð mælast aftur á móti nokkuð há á Íslandi, og þau hæstu í vesturhluta álfunnar. Framtíðarmöguleikar glatast Mesta loftmengunin mælist í austur og suðurhluta Evrópu. Einkum í Tyrklandi, Grikklandi og ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Þá mælast gildi köfnunarefnisdíoxíðis mjög há í Þýskalandi og Belgíu. Umhverfisstofnun ESB gerir ráð fyrir að hundruð þúsunda látist á hverju ári vegna loftmengunar. Til dæmis 238 þúsund manns árið 2020. Hvorki Bretland né Rússland, mjög fjölmennar og iðnvæddar þjóðir, eru inni í þessum tölum. Því má gera ráð fyrir að tölurnar séu langtum hærri í allri Evrópu. Einkum vegna Rússlands. Flest fólk sem deyr vegna loftmengunar er eldra fólk, sem hrjáist af lungnasjúkdómum. Hlutfall barna og yngra fólks er mun lægra. Engu að síður telur stofnunin um mikla vá að ræða. „Þó að fjöldi ótímabærra dauðsfalla í yngsta aldurshópnum sé lágur miðað við áætlaðan heildarfjölda dauðsfalla í Evrópu vegna loftmengunar þá er skaðinn mikill því að við dauða ungs fólks glatast framtíðarmöguleikar. Einnig leggjast krónískir sjúkdómar þungt á fólk seinna á lífsleiðinni,“ segir í tilkynningu með skýrslunni. „Viðvarandi loftmengun eykur áhættuna á mörgum heilbrigðisvandamálum, svo sem astma, lungnavandamálum, öndunarfærasýkingum og ofnæmi.“ Myndin er tekin í Skopje í Norður Makedóníu. Þar eru loftgæði hvað verst í Evrópu.EPA Eru ríki álfunnar hvött til þess að stuðla að betri loftgæðum. Nú þegar hafi náðst árangur á því sviði en betur má ef duga skal. Einkum eru ríki hvött til að huga að loftgæðum við grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirki og samgöngumiðstöðvar. Vond loftgæði í vetur Loftgæði hafa verið mikið í deiglunni hér á Íslandi undanfarin misseri. Í vetur hefur loftmengun ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk. Einkum í kringum áramótin þegar veður var mjög kalt og stillt og útblástur bíla safnaðist upp. Versta loftmengun ársins mældist hins vegar við leikskólann Lund í Reykjavík þann 16. mars. Gaf heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar út viðvörun til aldraðra, barna og þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum um að vera ekki of lengi úti í einu og takmarka áreynslu. Átta milljónir dauðsfalla Þrátt fyrir að vandinn sé ærinn í Evrópu er hann verri víða annars staðar. Einkum í fátækari löndum þar sem mengunarvarnir eru litlar eða jafn vel engar. Samkvæmt GAHP, alheimssamtaka um heilsu og mengun, deyja um átta milljónir árlega vegna loftmengunar. Árið 2019 voru dauðsföllin flest í Indlandi, rúmlega 2,3 milljónir, og nærri 1,9 milljónir í Kína. Þegar litið var til fjölda dauðsfalla miðað við höfðatölu kom Afríka verst út. Í miðafríku landinu Tjad var gert ráð fyrir að 287 af hverjum 100 þúsund hafi dáið vegna loftmengunar. Þar á eftir kom Mið-afríkulýðveldið og Norður Kórea en Serbía var eina Evrópulandið sem komst á hinn miður vinsæla topp 10 lista samtakanna.
Umhverfismál Loftgæði Tengdar fréttir Dragi úr notkun einkabíla og vinni heima vegna loftmengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni. 16. mars 2023 11:53 Varað við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar börn og þá sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur vegna hækkun á styrk svifryks. 9. mars 2023 15:47 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Dragi úr notkun einkabíla og vinni heima vegna loftmengunar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni. 16. mars 2023 11:53
Varað við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar börn og þá sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur vegna hækkun á styrk svifryks. 9. mars 2023 15:47
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20