Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 16:51 Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina segir að vera RÚV á auglýsingamarkaði hafa verið pólitískt bitbein undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira