Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti Apríl Auður Helgudóttir skrifar 21. apríl 2023 20:01 Páll Winkel er fangelsismálastjóri. Stofnunin tók ekki rétt á máli karlmanns sem óskaði eftir því að fá að afplána með samfélagsþjónustu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin. Karlmaðurinn var dæmdur í Landsrétti í maí 2019 en brotin sem um ræðir áttu sér stað á árunum 2013 og 2014. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn á sínum tíma, vegna alvarleika brotanna. Fyrrverandi eiginkonan sú sem tilkynnti Fyrrverandi eiginkona hins ákærða er sú sem tilkynnti brotin til félagsþjónustu en karlmaðurinn og þáverandi eiginkona hans voru stuðningsfjölskylda stúlkunnar sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta á. Rannsókn lögreglu lauk sumarið 2015 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í apríl 2016. Karlmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nýtt sér andlega fötlun stúlkunnar. Í dómnum kemur fram að stúlkan hefði rétt verið við barnsaldur sem brotin áttu sér stað. Í dómi Landsréttar frá 2019 kemur fram að maðurinn hafi í þrígang brotið gróflega gegn kynfrelsi og trausti andlega fatlaðrar konu, inni á heimili sínu, þar sem hún bjó og var í hans umsjá. Vegna alvarleika brotsins mat Fangelsismálastofnun að ekkert í málinu gæfi tilefni til að heimila samfélagsþjónustu og vísaði þar í almannahagsmuni. Lásu ekki bréfið frá prestinum Með bréfi óskaði maðurinn eftir að fá að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu. Beiðni hans var hafnaði með tölvupósti þann sama dag. Málsmeðferð mannsins byggðist á að meðferðin á beiðni hans hefði verið ófullnægjandi og niðurstaðan því gölluð. Benti hann meðal annars á að í lögum um fullnustu refsingu sé ráð gert fyrir því að tekið sé sérstakt viðtal við umsækjanda um samfélagsþjónustu. Í tilviki þessu hefði ekkert slíkt viðtal verið tekið. Þá hefði ekki verið tekið mið af bréfi sem sóknarprestur skrifaði vegna umsóknar hans. Karlmaðurinn vildi meina að umrætt bréf hefði verið mikilvægt gagn sem ætti að hafa talsvert vægi við mat á því hvernig afgreiða skyldi umsóknina. Einnig færði maðurinn rök fyrir því að svörin sem bárust honum í tölvupósti hefðu ekki verið fullnægjandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að föst venja sé fyrir því í íslenskri stjórnsýslu að bréf séu undirrituð af starfsmönnum sem unnu í málinu. Þetta sé mikilvæg regla til þess að gæta þess að vanhæfur starfsmaður hafi ekki komið að málum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á röksemdir karlmannsins. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að tillit sé tekið til allra rökfærslna mannsins. Ekki verði komist hjá því að fallast á kröfur hans um að úrskurður dómsmálaráðuneytisins, þar sem beiðni um afplánun með samfélagsþjónustu, verði ógiltur með dómi. Þá er Fangelsismálastofnun gert að greiða málskostnað mannsins upp á 1250 þúsund krónur. Dómsmál Fangelsismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Karlmaðurinn var dæmdur í Landsrétti í maí 2019 en brotin sem um ræðir áttu sér stað á árunum 2013 og 2014. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn á sínum tíma, vegna alvarleika brotanna. Fyrrverandi eiginkonan sú sem tilkynnti Fyrrverandi eiginkona hins ákærða er sú sem tilkynnti brotin til félagsþjónustu en karlmaðurinn og þáverandi eiginkona hans voru stuðningsfjölskylda stúlkunnar sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta á. Rannsókn lögreglu lauk sumarið 2015 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í apríl 2016. Karlmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nýtt sér andlega fötlun stúlkunnar. Í dómnum kemur fram að stúlkan hefði rétt verið við barnsaldur sem brotin áttu sér stað. Í dómi Landsréttar frá 2019 kemur fram að maðurinn hafi í þrígang brotið gróflega gegn kynfrelsi og trausti andlega fatlaðrar konu, inni á heimili sínu, þar sem hún bjó og var í hans umsjá. Vegna alvarleika brotsins mat Fangelsismálastofnun að ekkert í málinu gæfi tilefni til að heimila samfélagsþjónustu og vísaði þar í almannahagsmuni. Lásu ekki bréfið frá prestinum Með bréfi óskaði maðurinn eftir að fá að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu. Beiðni hans var hafnaði með tölvupósti þann sama dag. Málsmeðferð mannsins byggðist á að meðferðin á beiðni hans hefði verið ófullnægjandi og niðurstaðan því gölluð. Benti hann meðal annars á að í lögum um fullnustu refsingu sé ráð gert fyrir því að tekið sé sérstakt viðtal við umsækjanda um samfélagsþjónustu. Í tilviki þessu hefði ekkert slíkt viðtal verið tekið. Þá hefði ekki verið tekið mið af bréfi sem sóknarprestur skrifaði vegna umsóknar hans. Karlmaðurinn vildi meina að umrætt bréf hefði verið mikilvægt gagn sem ætti að hafa talsvert vægi við mat á því hvernig afgreiða skyldi umsóknina. Einnig færði maðurinn rök fyrir því að svörin sem bárust honum í tölvupósti hefðu ekki verið fullnægjandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að föst venja sé fyrir því í íslenskri stjórnsýslu að bréf séu undirrituð af starfsmönnum sem unnu í málinu. Þetta sé mikilvæg regla til þess að gæta þess að vanhæfur starfsmaður hafi ekki komið að málum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á röksemdir karlmannsins. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að tillit sé tekið til allra rökfærslna mannsins. Ekki verði komist hjá því að fallast á kröfur hans um að úrskurður dómsmálaráðuneytisins, þar sem beiðni um afplánun með samfélagsþjónustu, verði ógiltur með dómi. Þá er Fangelsismálastofnun gert að greiða málskostnað mannsins upp á 1250 þúsund krónur.
Dómsmál Fangelsismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira