Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 09:25 Rachel McAdams sagði nei við hlutverkum í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Vísir/Getty Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. McAdams sló fyrst í gegn þegar hún lék í kvikmyndinni Mean Girls árið 2004. Sama ár kom The Notebook út og árið eftir Wedding Crashers. Eftir þessar myndir var hún ein skærasta stjarna Hollywood. Hún ákvað þá að taka sér smá pásu frá leiklistinni og flytja til Kanada. Í viðtölum hefur hún sagt áreitið í raun og veru hafa verið allt of mikið á þessum tíma. „Satt að segja þá vildi ég aldrei stór kvikmyndastjarna. Ég vildi í rauninni ekki vinna fyrir utan Kanada. Eða annars staðar enn í leikhúsi,“ sagði hún árið 2013. Í nýju viðtali við Bustle greinir McAdams frá því að á meðan hún var í þessari pásu fékk hún fjölmörg tilboð um að leika í bíómyndum. Nokkrar þeirra enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar og hala inn hundruð milljónum dollara. Þær fimm tekjuhæstu voru ekki verri myndir en James Bond myndin Casino Royale, Meryl Streep kvikmyndin The Devil Wears Prada, fyrsta Iron Man myndin, þriðja Mission Impossible myndin og njósnamyndin Get Smart. „Ég fékk samviskubit yfir því að hafa ekki nýtt mér þau tækifæri sem mér voru veitt, því ég vissi að ég var heppin með að vera þar sem ég var,“ segir McAdams, sem sér þó ekki eftir því að hafa hafnað hlutverkunum. Hún segir að ef hún hafi viljað halda andlegri heilsu sinni góðri þá hafi hún þurft að hafna þessum hlutverkum. McAdams er okkur Íslendingum vel kunnug en hún fór með hlutverk Sigrit Ericksdóttir í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem gerist að miklu leyti á Íslandi og fóru miklar tökur fram á Húsavík við gerð myndarinnar. Hollywood Bíó og sjónvarp Kanada Íslandsvinir Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
McAdams sló fyrst í gegn þegar hún lék í kvikmyndinni Mean Girls árið 2004. Sama ár kom The Notebook út og árið eftir Wedding Crashers. Eftir þessar myndir var hún ein skærasta stjarna Hollywood. Hún ákvað þá að taka sér smá pásu frá leiklistinni og flytja til Kanada. Í viðtölum hefur hún sagt áreitið í raun og veru hafa verið allt of mikið á þessum tíma. „Satt að segja þá vildi ég aldrei stór kvikmyndastjarna. Ég vildi í rauninni ekki vinna fyrir utan Kanada. Eða annars staðar enn í leikhúsi,“ sagði hún árið 2013. Í nýju viðtali við Bustle greinir McAdams frá því að á meðan hún var í þessari pásu fékk hún fjölmörg tilboð um að leika í bíómyndum. Nokkrar þeirra enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar og hala inn hundruð milljónum dollara. Þær fimm tekjuhæstu voru ekki verri myndir en James Bond myndin Casino Royale, Meryl Streep kvikmyndin The Devil Wears Prada, fyrsta Iron Man myndin, þriðja Mission Impossible myndin og njósnamyndin Get Smart. „Ég fékk samviskubit yfir því að hafa ekki nýtt mér þau tækifæri sem mér voru veitt, því ég vissi að ég var heppin með að vera þar sem ég var,“ segir McAdams, sem sér þó ekki eftir því að hafa hafnað hlutverkunum. Hún segir að ef hún hafi viljað halda andlegri heilsu sinni góðri þá hafi hún þurft að hafna þessum hlutverkum. McAdams er okkur Íslendingum vel kunnug en hún fór með hlutverk Sigrit Ericksdóttir í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem gerist að miklu leyti á Íslandi og fóru miklar tökur fram á Húsavík við gerð myndarinnar.
Hollywood Bíó og sjónvarp Kanada Íslandsvinir Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira