Stöð 2 Sport
Við hefjum leik í Keflavík klukkan 18:45 þar sem heimakonur taka á móti Val í fyrsta leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta.
Að leik loknum verður Körfuboltakvöld svo á svæðinu þar sem leikurinn verður gerður upp.
Stöð 2 Sport 2
Meistaradeildin á heima á Stöð 2 Sport 2, en í kvöld fer fram seinni viðureign Manchester City og Bayern München. Englandsmeistarar City unnu fyrri leikinn á heimavelli 3-0 og því eiga þýsku meistararnir erfitt verkefni fyrir höndum.
Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:35, en við skiptum út á völl tuttugu mínútum síðar. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports verða svo til taks að leik loknum og fara yfir allt það helsta.
Stöð 2 Sport 3
Real Madrid og Basquet Girona eigast við í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 17:50.
Stöð 2 Sport 5
Haukar taka á móti Íslands- og deildarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta klukkan 19:00. Haukar, sem enduðu í áttunda sæti deildarinnar, gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrsta leik liðanna og geta því sent ríkjandi Íslandsmeistara í snemmbúið sumarfrí með sigri í kvöld.
Seinni bylgjan verður svo að sjálfsögðu á svæðinu og gerir leikinn upp að honum loknum.
Stöð 2 eSport
Stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 21:00.