Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 11:26 Vladímír Kara-Murza í dómsal í febrúar. Hann var sakfelldur fyrir landráð og fyrir að níða rússneska herinn. AP Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira