„Þetta var þolinmæðisverk“ Hinrik Wöhler skrifar 15. apríl 2023 16:50 Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa eftir góðan sigur KR suður með sjó. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla. „Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó