Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 15:04 Gylfi Þór var lykilmaður í liði Everton þegar skyndilegt hlé varð á ferli hans sem varði í tæplega tvö ár vegna ásakana um kynferðisbrot. Getty/John Super Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. Lögreglan í Manchester upplýsti í dag að 33 ára knattspyrnumaður sem hefði verið handtekinn sumarið 2021 yrði ekki ákærður. Gylfi Þór var lykilmaður íslenska landsliðsins og Everton þegar málið kom upp. Hann hefur aldrei tjáð sig um málið en lögregla sagði hann grunaðan um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Gylfi er í dag samningslaus en hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu hug á að halda áfram að spila fótbolta. Hann hefur haldið sér í góðu standi þrátt fyrir að hafa varla sést opinberlega allan þennan tíma. „Þetta á ekki að geta gerst,“ segir Sigmundur Davíð. „Maður var handtekinn og svo settur í farbann og lá undir grun í nærri tvö ár. Aldrei kom fram nákvæmlega um hvað hann væri grunaður en það þó sett í flokk með einhverju versta afbroti sem fólk getur hugsað sér.“ Vísar Sigmundur Davíð þar til þess að í fréttum kom fram að Gylfi Þór væri grunaður um brot gegn barni, þ.e. einstaklingi undir lögaldri. Börnin misstu sína helstu hetju Hann rifjar upp viðbrögðin við málinu þegar það kom upp. „Maðurinn missti vinnu sína og ástríðu, andlit og nafn mannsins voru útmáð og drifið í að fjarlægja allar vörur sem tengdust honum á einhvern hátt úr verslunum,“ segir þingmaðurinn. Íslendingar hafi orðið fyrir miklu áfalli. „Börn og unglingar landsins misstu eina helstu hetju sína. Landsliðið sem hafði unnið glæsta sigra, sem fylltu okkur stolti og gleði, lenti í uppnámi og náði ekki lengur þeim árangri sem vænst var. Mánuð eftir mánuð var ekkert að frétta af málinu, maðurinn, fjölskylda hans og vinir máttu þola stöðuga bið við hræðilegar aðstæður. Þær aðstæður vörðu í nærri tvö ár!“ Ekki bara raunin í Bretlandi Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að réttarkerfið taki ásakanir föstum tökum. „En það er ómannúðlegt, bæði gagnvart ákærendum og sakborningum, að mál fái að dragast von úr viti. Ekki hvað síst þegar hinir grunuðu þurfa að þola mikla refsingu á meðan.“ Því miður sé þetta ekki bara raunin í Bretlandi. „Á Íslandi hefur fólk mátt þola óforsvaranlega bið eftir niðurstöðu og oft verið álitið sekt í millitíðinni. Vesturlönd þurfa að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Bæði hvað varðar meðferð mála og regluna sem áður var algild: Fólk telst saklaust þar til sekt er sönnuð.“ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Lögreglan í Manchester upplýsti í dag að 33 ára knattspyrnumaður sem hefði verið handtekinn sumarið 2021 yrði ekki ákærður. Gylfi Þór var lykilmaður íslenska landsliðsins og Everton þegar málið kom upp. Hann hefur aldrei tjáð sig um málið en lögregla sagði hann grunaðan um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Gylfi er í dag samningslaus en hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu hug á að halda áfram að spila fótbolta. Hann hefur haldið sér í góðu standi þrátt fyrir að hafa varla sést opinberlega allan þennan tíma. „Þetta á ekki að geta gerst,“ segir Sigmundur Davíð. „Maður var handtekinn og svo settur í farbann og lá undir grun í nærri tvö ár. Aldrei kom fram nákvæmlega um hvað hann væri grunaður en það þó sett í flokk með einhverju versta afbroti sem fólk getur hugsað sér.“ Vísar Sigmundur Davíð þar til þess að í fréttum kom fram að Gylfi Þór væri grunaður um brot gegn barni, þ.e. einstaklingi undir lögaldri. Börnin misstu sína helstu hetju Hann rifjar upp viðbrögðin við málinu þegar það kom upp. „Maðurinn missti vinnu sína og ástríðu, andlit og nafn mannsins voru útmáð og drifið í að fjarlægja allar vörur sem tengdust honum á einhvern hátt úr verslunum,“ segir þingmaðurinn. Íslendingar hafi orðið fyrir miklu áfalli. „Börn og unglingar landsins misstu eina helstu hetju sína. Landsliðið sem hafði unnið glæsta sigra, sem fylltu okkur stolti og gleði, lenti í uppnámi og náði ekki lengur þeim árangri sem vænst var. Mánuð eftir mánuð var ekkert að frétta af málinu, maðurinn, fjölskylda hans og vinir máttu þola stöðuga bið við hræðilegar aðstæður. Þær aðstæður vörðu í nærri tvö ár!“ Ekki bara raunin í Bretlandi Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að réttarkerfið taki ásakanir föstum tökum. „En það er ómannúðlegt, bæði gagnvart ákærendum og sakborningum, að mál fái að dragast von úr viti. Ekki hvað síst þegar hinir grunuðu þurfa að þola mikla refsingu á meðan.“ Því miður sé þetta ekki bara raunin í Bretlandi. „Á Íslandi hefur fólk mátt þola óforsvaranlega bið eftir niðurstöðu og oft verið álitið sekt í millitíðinni. Vesturlönd þurfa að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Bæði hvað varðar meðferð mála og regluna sem áður var algild: Fólk telst saklaust þar til sekt er sönnuð.“
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent